Vélvirkjun 237 fein.

Þetta er brautarlýsing nýrrar vélvirkjabrautar, brautarlýsing úr eldri námskrá er hér.

Vélvirki annast uppsetningu, viðgerðir, viðhald, endurnýjun og þjónustu á hvers kyns vél- og tæknibúnaði og flutningakerfum í skipum, vinnslustöðvum, vinnuvélum, verksmiðjum, orkuverum og orkuveitum. Hann skipuleggur fyrirbyggjandi viðhald, fylgist með ástandi vélbúnaðar og greinir bilanir. Hann starfar í fyrirtækjum sem smíða og annast viðhald vélar og vélbúnað, í framleiðslufyrirtækjum og bygginga- og skipasmíðafyrirtækjum. Vélvirki les teikningar og notar tæknilegar upplýsingar við uppsetningu véla og tæknibúnaðar. Hann sér um uppsetningu, viðhald og viðgerðir á loft- og vökvakerfum og annast stýrikerfi þeirra. Hann sér um eftirlit og viðhald kæli- og frystikerfa. Um hæfnikröfur vélvirkja í málmsuðu: sjá hæfnikröfur í málmsuðu. Vélvirki er lögverndað starfsheiti og stálsmíði er löggilt iðngrein.

Forkröfur

Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi. Gert er ráð fyrir að þeir nemendur sem hafa hlotið einkunnina B eða B+ við lok grunnskóla hefji nám í kjarnagreinum á öðru hæfniþrepi. Aðrir sitja sérstaka undirbúningsáfanga. Inntökuskilyrði eru nánar útfærð í skólanámskrá.

Skipulag

Námi í vélvirkjun á málm- og véltæknibraut er ætlað að búa nemendur undir sérhæfð störf á sviði málmiðna. Því er einnig ætlað að veita undirbúning undir áframhaldandi nám á ýmsum sviðum, með sérstakri áherslu á nám í verk- og tæknigreinum. Vélvirki er lögverndað starfsheiti og vélvirkjun löggilt iðngrein. Heildarnámstími er fjögur ár, þrjú ár í skóla og eitt ár í starfsþjálfun en námstíminn ræðst einnig af undirbúningi nemenda er þeir hefja nám. Nemendur geta lokið hluta af starfsþjálfun á vinnustað samhliða skóla og þannig stytt námstímann. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist í námi sínu þeim verkferlum og tækni sem beitt er í atvinnulífinu og er leitast við að hafa samstarf við þau iðnfyrirtæki sem fremst standa á sviði málm- og véltækni hverju sinni þannig að nemendur kynnist því verklagi sem þar er stundað. Nemendur takast á við hagnýt verkefni og er verklegt nám að stærstum hluta einstaklings- og verkefnamiðað. Hagnýtir og fræðilegir þættir eru tengdir saman eins og kostur er þannig að nemendur öðlist sem dýpstan skilning á þeim aðferðum sem beitt er við hvern verkþátt. Í bóklegum greinum er leitast við að svara kröfum samfélagsins um breiða, almenna menntun. Grunnþáttum menntunar eru gerð skil í ýmsum námsáföngum og leitast við að efla gagnrýna hugsun og sköpunarkraft nemenda með fjölbreyttum hætti. Nám á vélvirkjabraut er 237 einingar. Kjarni brautarinnar er 119 einingar, brautarkjarni 118 einingar en þarf af falla 80 einingar undir starfsþjálfun á vinnustað. Námslok eru á þriðja hæfniþrepi.

Námsmat

Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreyttar aðferðir við námsmat. Hverri önn er skipt í tvo hluta og fer námsmat fram í hvorum hluta fyrir sig. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara, en það byggir á leiðsagnarmati í samræmi við hæfniviðmið einstakra áfanga.

Reglur um námsframvindu

Reglur um námsframvindu er að finna í skólanámskrá. Miðað er við að fullt nám sé allt að 30 einingar á önn.

Hæfniviðmið

  • taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi
  • tileinka sér heilbrigðan lífsstíl
  • sýna öðrum virðingu óháð kyni, þjóðerni, aðstæðum og lífsgildum
  • sýna frumkvæði og beita sköpunargáfu til lausnar viðfangsefna
  • leysa verkefni sem fela í sér meðferð á tölum og tölfræði
  • gera grein fyrir skoðunum sínum og hugmyndumá fjölbreyttan hátt
  • fara eftir viðhaldsbókum og vélateikningum
  • velja málmsmíðaefni út frá eiginleikum, notkun og hagkvæmni
  • framkvæma MAG, MIG og TIG suður í járn, stál og ál
  • lesa lagnateikningar og skipuleggja uppsetningu lagnakerfa
  • greina, setja upp og gera við vökva-, loft- og rafknúin lágspennukerfi
  • setja upp, viðhalda og gera við flutningakerfi
  • framkvæma mælingar og lesa vökvakerfisteikningar
  • setja upp handbók fyrir vökvakerfi
  • meðhöndla og farga kælimiðlum á ábyrgan hátt
  • umgangast háþrýsting og rafmagn á öruggan hátt
  • fara eftir öryggismerkingum efna og reglum um meðferð spilliefna og úrgangs
  • viðhafa öguð vinnubrögð umgengni á vinnustað
  • vinna skv. verkáætlun og gæðakerfi
  • tileinka sér nýja þekkingu og takast á við frekara nám
  • vinna sjálfstætt og í samstarfi við aðra
  • sinna almennum og sérhæfðum störfum sem tengjast málmiðngreinum
  • gæta ávallt fyllsta öryggis við störf sín
  • lesa teikningar og verk- og framleiðsluleiðbeiningar
  • meðhöndla efni, áhöld og tæki sem notuð eru í málmiðngreinum
  • tileinka sér nýjungar á starfsvettvangi sínum
  • greina almenna þætti í málmiðngreinum, m.a. gæða- og framleiðslumál
  • meta efnismagn og kostnað fyrir tiltekin verkefni
  • meta verk og aðstæður með tilliti til þekkingar sinnar, m.a. á afl- og straumfræði og efnisfræði málmiðna
  • takast á við frekara nám, t.d. nám til meistararéttinda eða nám á háskólastigi

Almennur kjarni
Námsgrein  1. þrep2. þrep3. þrep
Efnisfræði málmiðna EFNM 1MT05 3PL03 5 0 3
Enska ENSK 2OT05 0 5 0
Eðlisfræði EÐLI 1VM05 5 0 0
Grunnteikning GRTE 1FF07 7 0 0
Gæðastjórnun GÆST 3MV03 0 0 3
Iðnteikning málmiðna IÐNT 2MT05 0 5 0
Íslenska ÍSLE 2MB05 0 5 0
Íþróttir ÍÞRÓ 1ND01 1NB01 1NC01 1NA01 4 0 0
Kælitækni KÆLI 1GR03 3 0 0
Lagnatækni LAGN 2VG03 0 3 0
Lífsleikni LÍFS 1AN03 3 0 0
Málmsmíði MLSM 1GR07 2MV07 7 7 0
Málmsuða MLSU 1LS03 1RS03 2MI03 3TI03 6 3 3
Rafeindatækni málmiðna RAFE 2MT03 0 3 0
Rafmagnsfræði og mælingar RAFM 1GR05 5 0 0
Rennismíði RENN 1GR05 2MT05 5 5 0
Rökrásir RÖKR 2AA03 3AB03 0 3 3
Starfsþjálfun STAÞ 2MS20 2VS20 3MS20(CV) 3VS20 0 40 40
Stærðfræði STÆR 2AF05 0 5 0
Stýritækni málmiðna STÝR 1MT03 3 0 0
Tæknibúnaður TÆKN 3TV05 0 0 5
Tölvuteikning. Inventor TÖLI 2IV05 0 5 0
Umhverfisfræði UMHV 1VM03 3 0 0
Vélfræði VÉLF 1GR05 2OR05 5 5 0
Vélstjórn VÉLS 1AA05 1AB07 2BA07 12 7 0
Vökvatækni VÖKT 2GR03 3VK03 0 3 3
Einingafjöldi 237 73 104 60