SAGA2II05 - Íslands og mannkynssaga 1800 til 2000

Íslands- og mannkynssaga II

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Napoleonstíminn, upphaf Bandaríkjanna og byltingar á 19.öld, einnig sjálfstæðisbarátta Íslendinga á 19. og 20. öld. Skoðað hvernig vestrænt lýðræði varð til og þróaðist. Upphaf nútíma hagkerfis og atvinnuhátta bæði hér á landi og erlendis. Uppruni stéttarfélaga, almannatrygginga og þróun. Heimskreppan mikla, öfgahreyfingar er náðu vinsældum í kjölfarið, heimsstyrjaldir og kalt stríð. Unnið er með sögulegt efni, dregið af því ályktanir og afrakstrinum miðlað til annarra.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • völdum þáttum í sögu vesturlanda frá 1800 til nútíðar
  • helstu breytingum í atvinnu og félagsmálum á vesturlöndum á tímabilinu, ásamt þeim kostum og erfiðleikum er því fylgdu
  • sókn Íslendinga til aukinnar sjálfsstjórnar og aðdraganda og upphafi nútíma samfélags á Íslandi
  • þróun lýðræðis á 19. og 20. öld, því að lýðræði er ekki sjálfgefinn hlutur og að ýmislegt getur ógnað því
  • helstu styrjaldarátökum á tímabilinu, orsökum þeirra og afleiðingum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna með ólíkar tegundir sögulegra heimilda og greina þær
  • draga eigin ályktanir af sögulegum heimildum
  • endursegja og skapa sína sína eigin sögulegu mynd út frá heimildum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • miðla eigin sögulegu þekkingu til annarra
  • skrá sögulegar heimildir samkvæmt viðurkenndu skráningarkerfi
  • meta og skilja sögulegt efni og umfjöllun
Nánari upplýsingar á námskrá.is