ÍÞRÓ1NE01 - Hreyfing og heilsurækt

Hreyfing, heilsu- og líkamsrækt

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Meginviðfangsefni áfangans er fjölbreytt líkamsrækt þar sem áhersla er lögð á grunnþættina þrjá; þol, styrk og liðleika. Áfanginn inniheldur mismunandi greinar íþrótta / líkamsræktar, en burt séð frá greinum verður ávallt unnið með áður nefnda þrjá grunnþætti og þeir tengdir viðkomandi greinum á ýmsa lund, einnig verða neðangreind efnisatriði tengd umræddum greinum á einn eða annan hátt. Nemendur munu geta valið sér grein- ar eftir áhugasviðum, en valmöguleikar verða mismunandi á milli anna – dæmi um greinar sem verða í boði eru: Knattleikir, þríþraut ( hjólreiðar, sund og hlaup ), þrekþjálfun ( stöðvahringir + stígvélabúðir), ketilbjöllur, jóga og spinning. Efnisatriði áfangans: Líkamsrækt, heilsurækt, upphitun, almenn upphitun, hjartsláttur, púls, teygjuæfingar, þol, þolþjálfun, grunnþol, loftháð þol, loftfirrt þolþjálfun, loftháð þolþjálfun, mjólkursýra, þjálfunarástand, þjálfunarpúls, hvíldarpúls, hámarkspúls, þjálfunaraðferðir, hraðaleikur. Kraftur, kraftþol, hámarkskraftur, kraftþjálfun, stöðvaþjálfun, hringþjálfun, beygjur, réttur, vöðvar, kviðvöðvar, liðleiki, hreyfanleiki, liðir, liðamót, bönd, spennu- og teygjuaðferð, slökun, öndun, slökunartækni, slökunarstaða, líkamsstaða. Nemendur nota sér þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér í undanfarandi fjórum grunnáföngum sem grunn til að byggja á í þessum áfanga, sem og til að byggja framtíðarlíkamsrækt sína á. Í upphafi og lok annar verða gerðar mælingar á líkamsfari nemenda – mælingar á þoli, styrk og liðleika. Nemendur setja upp einstaklingsmiðaða æfingaáætlun í upphafi náms í áfanganum í samráði við kennara. Nemendur vinna samkvæmt áætluninni tvisvar til þrisvar sinnum í viku auk þess að mæta í skólatímana. Á meðan nemendur stunda nám í áfangaum skulu þeir færa æfingadagbók sem þeir skila til kennara í lok annar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • aðferðum til líkamsræktar í mismunandi umhverfi
  • æfingum og leikjum sem stuðla að jákvæðum samskiptum
  • leikjum sem stuðla að samvinnu og tillitssemi
  • gildi fjölbreyttrar líkams- og heilsuræktar og nota til þess mismunandi leiðir / greinar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leysa af hendi fjölbreytt verkefni sem snúa að þrekþjálfun
  • meta eigin líkamsástand gegnum mismunandi aðferðir
  • útbúa æfingaáætlun sem miðar að því að bæta þol, styrk og liðleika
  • nota góða vinnutækni og réttar vinnustellinga

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • efla á markvissan hátt líkamshreysti sína og þrek
  • útfæra fjölbreytta upphitun fyrir líkams- og heilsurækt
  • framkvæma eigin þjálfáætlun sem miðar að því að auka þol og þrek
  • nýta sér upplýsingatækni við alhliða líkams- og heilsurækt og mat á eigin heilsu
Nánari upplýsingar á námskrá.is