Íþróttabraut (Staðfestingarnúmer 81)

Ekki verður innritað á brautina haustið 2018. Nemendum er bent á íþróttaakademíu.

Á íþróttabraut er lögð áhersla á gott almennt nám og þó einkum á sviði íþrótta. Brautin er góður almennur undirbúningur undir nám á háskólastigi í íþróttafræðum, þjálfun, útivístarfræðum, tómstundafræðum og skyldum greinum.

Forkröfur

Inntökuskilyrði á íþróttabraut eru að nemandi hafi lokið grunnskóla. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð a.m.k. hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps fornámi í þessum greinum.

Skipulag

Nám á íþróttabraut er bæði bóklegt og verklegt og fer fram í skólanum. Á brautinni er lögð áhersla á íþróttafræði, íþróttagreinar, heilsufræði og tómstundafræði.

Námsmat

Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreyttar aðferðir við námsmat. Hverri önn er skipt í tvo hluta og fer námsmat fram í hvorum hluta fyrir sig. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara.

Reglur um námsframvindu

Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 200 einingar. Fullt nám er 30 einingar á önn. Lágmarkseinkunn er 5 í öllum áföngum. Í áfangalýsingum koma fram skilyrði um undanfara. Í skólareglum eru gerðar kröfur um skólasókn.

Hæfniviðmið

 • takast á við frekara nám í íþróttafræðum, þjálfun, útivistarfræðum, tómstundafræðum eða skyldum greinum á háskólastigi
 • hagnýta þekkingu við úrlausn margvíslegra verkefna í daglegu lífi, starfi og við frekara nám á ýmsum sviðum
 • beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun
 • nota skapandi hugsun við lausn viðfangsefna
 • fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags
 • njóta umhverfisins, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
 • nýta fjölbreytta kunnáttu ásamt skapandi hugsun í mögulegri framtíðarþróun
 • geta skýrt og rökstutt verklag á ábyrgan og skýran hátt
 • afla sér víðtækra upplýsinga, jafnt á íslensku sem erlendum tungumálum, er tengjast viðfangsefnum brautarinnar og meta áreiðanleika þeirra
 • tengja þekkingu sína og leikni við tækni og vísindi
 • vera ábyrgur og virkur einstaklingur í lýðræðissamfélagi
 • greina ný tækifæri og nýta sér þau

Kjarni

Almennur kjarni: 105 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Danska DANS 2LS05 0 5 0
Efnafræði EFNA 2OL05 0 5 0
Enska ENSK 2OT05 2TM05 3BK05 3VF05 0 10 10
Félagsvísindi FÉLV 2IF05 0 5 0
Íslenska ÍSLE 2MB05 2BM05 3BF05 3BS05 0 10 10
Íþróttir ÍÞRÓ 1NA01 1NB01 1NC01 1ND01 1NE01 1NF01 6 0 0
Kynjafræði KYNJ 1KY03 3 0 0
Líffræði LÍFF 2AL05 0 5 0
Lífsleikni LÍFS 1AN03 1FL02 2SV02 2NS01 5 3 0
Lýðheilsa LÝÐH 1HÞ01 1HÞ02 3 0 0
Saga SAGA 1OI05 2II05 5 5 0
Stærðfræði STÆR 2AF05 2TÖ05 0 10 0
Upplýsingatækni UPPT 1UT05 5 0 0
Einingafjöldi 105 27 58 20
Brautarkjarni: 50 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Íþróttafræði ÍÞRF 2ÞJ05 0 5 0
Íþróttagrein ÍÞRG 2BL03 2FÍ03 2GO03 2KN03 2KÖ03 0 15 0
Líffræði LÍFF 3LÞ05 3VB05 0 0 10
Næringarfræði NÆRI 2ON05 0 5 0
Sálfræði SÁLF 2NS05 3ÍS03 0 5 3
Skyndihjálp SKYN 2SE01 0 1 0
Starfsnám í íþróttum ÍÞST 2AÐ03 0 3 0
Uppeldisfræði UPPE 2TÓ03 0 3 0
Einingafjöldi 50 0 37 13

Bundið pakkaval

Þriðja tungumál: Spænska: 15 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Spænska SPÆN 1AG05 1TM05 1AV05 15 0 0
Einingafjöldi 15 15 0 0
Þriðja tungumál: Þýska: 15 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Þýska ÞÝSK 1PL05 1TM05 1AU05 15 0 0
Einingafjöldi 15 15 0 0

Frjálst val

Frjálst val: 30 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
      0-24 0-5 1-33
Einingafjöldi 30 0-24 0-5 1-33