Á nýsköpunarbraut er áhersla lögð á grunngreinar í frumkvöðla- og markaðsfræðum, hönnunarsögu, myndlistargreinum, verklegum smiðjum og tölvuvinnslu, sem og almennar kjarnagreinar. Brautin er góður grunnur fyrir áframhaldandi nám til stúdentsprófs og hentar vel fyrir þá sem stefna að starfi eða frekara námi í listgreinum, hönnun eða frumkvöðlafræðum.

Forkröfur

Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi.

Skipulag

Nýsköpunarbraut er á 2. þrepi og er byggð upp af kjarna sem samanstendur af 42 einingum og brautarkjarna sem telur 77 einingar. Kjarni og brautarkjarni eru samtals 119 einingar. Á brautinni er áhersla á verklegt nám, hönnun, listir og nýsköpun. Verklegar smiðjur einkenna brautina sem og myndlistar- og hönnunaráfangar. Á brautinni er einnig bóklegt nám í kjarnagreinunum íslensku, ensku og stærðfræði. Sérkenni brautarinnar í bóklegum greinum koma fram í áherslu á frumkvöðlafræði, markaðsfræði og listasögu.

Námsmat

Námsmat byggir á skólareglum. Áhersla er lögð á leiðsagnarmat sem byggir að mestu á símati og verkefnavinnu þar sem stöðu- og sjálfsmat nemandans og val hans á verkefnum til námsmats vegur þungt.

Reglur um námsframvindu

Nemandi þarf að hafa lokið áfanga með fullnægjandi árangri (5) til að fá hann metinn og til þess að nemandinn öðlist rétt til þess að sækja framhaldsáfanga.

Hæfniviðmið

 • tengja þekkingu sína við starfsumhverfi og daglegt líf
 • tjá skoðanir sínar og skýra verklag tengt nýsköpun og tækni á ábyrgan, sjálfstæðan og skýran hátt
 • taka ábyrgð á eigin námi og sýna sjálfstæði
 • nálgast viðfangsefni af víðsýni og umburðarlyndi
 • sýna frumkvæði og skapandi hugsun í námi og starfi
 • greina, tjá sig um og meta eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
 • leita lausna í samvinnu við aðra
 • njóta menningarlegra verðmæta
 • takast á við frekara nám
 • standa að opinberri sýningu/viðburði og miðla þar hugmyndum sínum með markaðssetningu í huga
 • vera ábyrgur í umhverfinu, gera sér grein fyrir mikilvægi umhverfisins í víðum skilningi og bera virðingu fyrir því
 • nýta upplýsingatækni, íslensku og erlend tungumál í námi og starfi
 • taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi
 • tileinka sér lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði
 • beita gagnrýnni hugsun og vísindalegum vinnubrögðum við lausn verkefna

Kjarni

Almennur kjarni: 42 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Danska DANS 2LS05 0 5 0
Enska ENSK 2OT05 2TM05 0 10 0
Íslenska ÍSLE 2MB05 2BM05 0 10 0
Íþróttir ÍÞRÓ 1NA01 1NB01 1NC01 1ND01 4 0 0
Lífsleikni LÍFS 1AN03 1FL02 5 0 0
Lýðheilsa LÝÐH 1HÞ01 1HÞ02 3 0 0
Stærðfræði STÆR 2AF05 0 5 0
Einingafjöldi 42 12 30 0
Brautarkjarni: 77 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Bókfærsla BÓKF 1DH05 5 0 0
Frumkvöðlafræði FRUM 2FI05 0 5 0
Listir og menning LIME 2LM05 0 5 0
Markaðsfræði MARK 2IM05 0 5 0
Nýsköpun NÝSK 1FA04_4 1LS04_1 1MÁ06_6 1SJ05_3 1TR06_7 2FA04_1 2MY05 2VH04 3RA04 25 13 4
Saga SAGA 1ÍH05 2ML05 5 5 0
Sjónlistir SJÓN 2LF05 0 5 0
Einingafjöldi 77 35 38 4

Frjálst val

Frjálst val: 0 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
      0 0 0
Einingafjöldi 0 0 0 0