Það hefur verið líf og fjör á Opnum dögum við FNV. Á fimmtudaginn var boðið upp á rútuferð um sveitir Skagafjarðar. Þátttaka var góð og hátt í 50 nemendur fór með. Ferðin hófst með viðkomu á Páfastöðum þar sem nemendur fengu að skoða nýtískulegt fjós..

Bændaferð Eftir hádegismat í Varmahlíð var hrossaræktarbúið að Varmalæk heimsótt, en þar eru stundaðar tamningar, þjálfun auk hestasýninga fyrir ferðamenn. Næst var ferðinni heitið að Kúskerpi þar sáu nemendur stórt og glæsilegt fjós með sjálfvirku gjafakerfi fyrir kýrnar. Að lokum var farið heim að Minni Ökrum en þar er blandað bú með nautgripum og sauðfé.

Sæþór og Hólmsteinn í nemendafélaginu sáu um fararstjórn en mikil ánægja var með ferðina bæði hjá þeim sem þekkja sveitir Skagafjarðar vel og hinna sem þekktu minna til sveitarstarfa.