Evrópuverkefnið Easy Charging Green Driving

Evrópuverkefnið Easy Charging Green Driving
Evrópuverkefnið Easy Charging Green Driving

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er þátttakandi í Evrópuverkefninu EASY CHARGING GREEN DRIVING ásamt fjórum öðrum skólum.

Þessir skólar koma frá: Provincale Secundaire School Bilzen PSSB í Belgíu, Stord Vidaregåande skule frá Noregi, Secondary Technical, Hotel and Nursering School SSPHZ frá Uherske Hradiste í Tékklandi og Technische Schulen Steinfurt TSST í Þýskalandi.

Dagana 20. til 23. september 2017 var komið að FNV að halda utan um sameiginlegan fund allra skólanna.

Alls komu 20 þátttakendur frá þessum skólum, bæði kennarar og nemendur.

Verkefnið EASY CHARGING GREEN DRIVING gengur út á að hanna og smíða hleðslustöð fyrir rafmagnsreiðhjól.

Rafmagnið á að vera „GRÆNT“. Þess vegna ver unnið með vindmillur og sólarsellur til þess að framleiða orkuna á hjólin.

Kosturinn við þessa útfærslu er sá að stöðin getur staðið sjálfstæð óháð utan að komandi rafkerfum. Svona stöðvar geta gefið ýmsa fleiri möguleika en hlaða hjólin þau gætu komið sér vel fyrir rafmagnslausa snjalltækja notendur.

Fyrir utan að leysa þau verkefni sem upp koma við útfærslur og smíði þá standa gestgjafar hvers fundar fyrir kynningu á mannlífi, menningu og atvinnulífi landsins fyrir gestina.

Að þessu sinni var Blöndustöð heimsótt Þar sem þátttakendur urðu vitni að framleiðslu á miklu afli og eftir skoðun á stöðinni fengu þátttakendur orkuhleðslu í formi góðra veitinga.

Að lokum skoðuðu gestirnir Steinullarverksmiðjuna sem notar mikið afl og framleiðir hágæðavöru.

Næsti sameiginlegi fundur verður í Belgíu og svo líkur verkefninu í Steinfurt í Þýskalandi.