Fyrirkomulag kennslu fyrstu tvo dagana.
Fyrirkomulag kennslu fyrstu tvo dagana.

Skólinn verður settur á sal skólans kl. 8:00 á mánudag þann 20. ágúst. Kennsla hefst skv. stundaskrá kl. 09:45. Það fyrirkomulag verður viðhaft fyrsta daginn að nemendur sækja kennslustundir mánudags og þriðjudags á víxl.

Hver áfangi er kenndur tvær kennslustundir í senn. Á mánudag sækir nemandinn fyrri kennslustundina skv. stundaskrá mánudags og þá seinni skv. stundaskrá þriðjudags.

Á þriðjudag verður svo kennsla með venjubundnum hætti skv. stundaskrá.

Nýnemar eru boðaðir á fund á sal skólans miðvikudaginn 22. ágúst kl. 11:20 þar sem farið verður yfir hagnýt atriði varðandi skólahaldið.

Skiptibókamarkaður verður opnaður að morgni fimmtudagsins 23. ágúst en móttaka námsbóka fer fram þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. ágúst.

Nýnemadagurinn verður haldinn föstudaginn 24. ágúst. Nýnemar eru beðnir um að hafa með sér föt til skiptanna hyggist þeir taka þátt í öllum viðburðum nýnemadagsins, en það skal tekið fram að nemendum er frjálst að taka ekki þátt í einstöku viðburðum. Dagskrá dagsins byggir á leikjum og skemmtun sem allir eiga að geta tekið þátt í auk þess sem boðið verður upp á grillaðar pylsur á staðnum.