Ásbjörn Waage sigraði í Söngkeppni NFNV
Ásbjörn Waage sigraði í Söngkeppni NFNV

Söngkeppni FNV fór fram föstudaginn 15. febrúar. Fjöldi atriða var 13 og kenndi þar margra grasa, allt frá klassísku rokki til rapps með viðkomu í poppi. Keppnin fór fram fyrir troðfullu húsi og var afar jöfn og hörð. Dómnefndin átti að vanda erfitt með að gera upp á milli keppenda en niðurstaða hennar var sú að í fyrsta sæti hafnaði Ásbjörn Edgar Waage með lagið Last in Line með Tenacious D. Í öðru sæti hafnaði Áróra Árnadóttir með lagið Always Remember Us This Way með Lady Gaga og í þriðja sæti höfnuðu bræðurnir Róbert Smári og Ingi Sigþór Gunnarssynir með lagið Minning eftir Mugison, Björgvn Halldórsson og Bob Dylan.

Kynnar kvöldsins voru Rebekka Ósk Rögnvaldsdóttir og Bergljót Ásta Pétursdóttir.
Dómnefndina skipuðu Helgi Sæmundur Guðmundsson, Stefán Gíslason og Helga Rós Sigfúsdóttir.

Reynir Snær Magnússon kom fram ásamt kærustu sinni Elínu Sif Halldórsdóttur, söngkonu og leikara en hún vann Söngkeppni framhaldsskóla árið 2015. Reynir Snær er fyrrum nemandi FNV og fór á kostum í hljómsveit söngkeppninnar á sínum tíma. Reynir Snær stundar nú nám við listaháskóla í Liverpool. Þá flutti sigurvegarinn frá því fyrra, Valdís Valbjörnsdóttir, lagið Shallow með Lady Gaga.

Óhætt er að segja að áhorfendur hafi skemmt sér vel og keppnin ber vott um það gróskumikla starf sem fram fer á vegum Nemendafélags FNV. Stjórn nemendafélagsins fær bestu þakkir fyrir frábæran undirbúning og framkvæmd keppninnar.

 

Keppendur og lög:

Sæþór Már Hinriksson
Dáinn úr ást - Sæþór Már Hinriksson

Óli Bjarki Austfjörð
Ekkert breytir því - Sálin hans Jóns míns

Anna Margrét Hörpudóttir og Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir
What now - Rihanna

Magnús Þór Björnsson
Revelations - Iron Maiden

Áróra Árnadóttir
Always remember us this way - Lady Gaga

Pálmi Ragnarsson
Bitch lasagna - Pewdiepie

Rannveig Sigrún Stefánsdóttir
Somebody to love - Queen

Róbert Smári Gunnarsson og Ingi Sigþór Gunnarsson
Minning - Mugison, Björgvin Halldórsson (Bob Dylan)

Ásbjörn Edgar Waage
Last in line - Tenacious D

Helgi Hrannar Ingólfsson
All i have - NF

Ingi Sigþór Gunnarsson
Fortíðaróður - Sveinn Rúnar Gunnarsson

Atli Dagur Stefánsson
House of the rising sun - The Animals

Eysteinn Ívar Guðbrandsson og Víkingur Ævar Vignisson
Þú verður tannlæknir - Laddi