Ljósmyndakeppni nemenda FNV
Ljósmyndakeppni nemenda FNV

Ljósmyndakeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á vorönn 2019


Ljósmyndakeppni nemenda FNV er hafin og stendur til 17. mars.
Allir skráðir nemendur skólans geta tekið þátt.
Þema keppninnar er Fjör í FNV.

Keppnisreglur
1. Hver keppandi skilar 1-3 myndum úr skólalífi FNV.
2. Allir skráðir nemendur skólans eru gjaldgengir í keppnina.
3. Myndunum skal skal skilað á rafrænu formi sem viðhengi í fullri stærð í gegnum fnvkeppni@gmail.com fyrir miðnætti mánudaginn 17. mars.
4. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur birtingarrétt á öllum myndum sem berast í keppnina og áskilur sér rétt til að nota þær í kynningarskini. Áður en er til birtingar kemur þarf FNV að afla samþykkis þeirra sem birtast á myndunum nema um hópmyndir sé að ræða.
5. Við skil á myndum þarf að fylgja nafn höfundar og þeirra einstaklinga sem birtast á myndunum. Ekki er þörf á nafnalista fyrir hópmyndir.
6. Dómnefnd er skipuð einum nemanda, einum starfsmanni FNV og einum ljósmyndara.

Canon, eos 4000D

Ein verðlaun eru í boði en það er glæsileg myndavél, CANON, EOS 4000D sem gefin er af Origo og Tengli ehf. Nánari upplýsingar um vélina verða gefnar síðar.

Verðlaunaafhending fer fram á sal skólans mánudaginn 25. mars kl. 09:30.