Nemandi við FNV í Ólympíuliði Íslands í líffræði

Mikael Snær Gíslason, nemandi við FNV, tryggði sér sæti í Ólympíuliði Íslands í líffræði, en Ólympíukeppnin fer fram í Englandi í sumar. Hann hafnaði í 3. sæti í úrslitakeppninni sem fram fór helgina 11.-12. mars. Ólympíuliðið er skipað fjórum keppendum af þeim 15 sem komust í undanúrslt. Alls tóku 180 nemendur í undankeppninni sem fram fór 25. janúar sl. en þar hafnaði Mikael í 4.-5. sæti.

Skólinn óskar Mikael Snæ til hamingju með frábæran árangur og góðs gengis í Ólympíukeppninni í sumar.