Nord Plus ferð starfsbrautar til Eistlands

Nord Plus ferð starfsbrautar til Eistlands
Nord Plus ferð starfsbrautar til Eistlands

Vikuna 29. september til 4. október fóru tveir starfsmenn FNV ásamt þremur nemendum í ferðalag til Eistlands, nánar tiltekið til Haapsalu. Markmið ferðarinnar var að taka þátt í Nord Plus junior verkefni sem er framhald af verkefni sem hófst í fyrra. Að þessu sinni var verkefnið um tækni í skólastarfi hjá nemendum með sérþarfir.
Þrjú lönd taka þátt í verkefninu, Eistland, Finnland og Ísland. Í febrúar n.k. verður farið aftur í ferð og þá til Finnlands. Við tökum svo á móti nemendum og kennurum frá erlendu skólunum í apríl n.k.
Hópurinn var mjög ánægður með ferðina og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs.