Brautkráningarnemendur setja upp húfurnar
Brautkráningarnemendur setja upp húfurnar

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 38. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 27. maí að viðstöddu fjölmenni.

Í máli skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur, kom m.a. fram að 2.490 nemendur hafa brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Í ræðu sinni gerði hún m.a.  að umtalsefni niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um starfsmenntun á framhaldsskólastigi þar sem fram kom að markmiðum frá 2008 um aukna aðsókn grunnskólanema í iðn- og starfsnám á Íslandi hefur ekki verið náð. Hún benti á að Finnar hafi, hins vegar, með samhentu átaki skóla og atvinnulífs tekist að auka svo veg og virðingu iðn- og starfsnáms að u.þ.b. 45% grunnskólanema fari beint í verknám samanborið við 14% íslenskra grunnskólanema árið 2007. Lykillinn að þessum árangri er stóraukin stoðþjónusta af ýmsu tagi.

Þá nefndi skólameistari að FNV er og hefur verið í góðu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi vestra auk þess að bjóða upp á fyrirtaks aðstöðu til bóknáms og iðn- og starfsnáms af ýmsu tagi. Loks þakkaði hún þeim fjölmörgu fyrirtækjum og stofnunum sem komið hafa að samstarfi við skólann.

Kristján Bjarni Halldórsson, flutti vetrarannál skólans þar sem stiklað var á stóru í starfsemi hans. Þar kom m.a. fram að við skólann starfa 65 manns.  Þá munu þeir Björn Magnússon, sem starfað hefur við skólann í 35 ár og Eric Fissers sem starfað hefur við skólann í 21 ár láta af störfum vegna aldurs.

Að loknum vetrarannál fór fram brautskráning og afhending viðurkenninga, sem var í höndum skólameistara og deildarstjóra skólans. Alls brautskráðust 75 nemendur af eftirtöldum námsbrautum sem hér segir, en alls voru gefin út 81 prófskírteini:

Stúdentsprófsbrautir: 43
Framhaldsskólabraut í kvikmyndagerð: 2
Húsasmíði og húsgagnasmíði: 13
Nýsköpunarbraut: 1
Rafiðna og bílgreinadeild: 8
Sjúkraliðabraut: 4
Starfsbraut: 2
Vélvirkjun og vélstjórn: 8

 

Elín Sveinsdóttir og Iðunn Helgadóttir fluttu ávarp brautskráðra nemenda, Anna Rósa Ívarsdóttir flutti ávarp 20 ára brautskráningarnema og Bjarni Már Bjarnason fluttir ávarp 30 ár brautskráningarnema.

Að lokum flutti skólameistari brautskráðum nemendum heilræði fyrir lífið, óskaði þeim velfarnaðar og sagði skólanum slitið.

Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningar:

Verðlaunaveitingar vorið 2017

Bríet Lilja Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi alhliða námsárangur á stúdentsprófi félagsfræðabrautar.

Benedikt Geir Sveinbjörnsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum í  húsamíði og húsgagnasmíði.

Magnús Freyr Gíslason hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum í  húsgagnasmíði.

Þröstur Kárason hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum í húsasmíði.

Hann hlaut einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi  árangur á Íslandsmóti iðn- og verkgreina.

Bergrún Sóla Áskelsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku á stúdentsprófi málabrautar.

Hún hlýtur einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í ensku á stúdentsprófi málabrautar.

Jónas Már Kristjánsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum náttúrufræðibrautar á stúdentsprófi.

Hann hlaut einnig viðurkenningu frá Háskólanum í Reykjavík fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum á stúdentsprófi náttúrufræðibrautar.

Þá hlaut hann viðurkenningu frá Íslenska stærðfræðafélaginu fyrir framúrskarandi námsárangur í stærðfræði á stúdentsprófi náttúrufræðibrautar.

Að lokum hlaut hann viðurkenningu frá Landlæknisembættinu  fyrir framlag sitt til heilsueflandi skóla.

Mikael Snær Gíslason hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í ensku á stúdentsprófi.

Einnig hlaut hann viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði.

Sunna Þórarinsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi alhliða námsárangur á stúdentsprófi náttúrufræðibrautar.

Hún hlaut einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku á stúdentsprófi.

Loks hlaut hún hún viðurkenningu frá Danska sendiráðinu fyrir framúrskarandi námsárangur í dönsku á stúdentsprófi.

Hákon Ingi Stefánsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á Íslandsmóti iðn- og verkgreina.

Elísa Ósk Ómarsdóttir fékk gjöf frá Gideonfélaginu á Íslandi, Sjúkraliðafélagi Íslands og Sjúkraliðadeildinni á Norðurlandi vestra.

Eva Rós Gunnarsdóttir  fékk gjöf frá Gideonfélaginu á Íslandi, Sjúkraliðafélagi Íslands og  Sjúkraliðadeildinni á Norðurlandi vestra.

Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir fékk gjöf frá Gideonfélaginu á Íslandi, Sjúkraliðafélagi Íslands og  Sjúkraliðadeildinni á Norðurlandi vestra.

Sara B. Gröndal fékk gjöf frá Gideonfélaginu á Íslandi, Sjúkraliðafélagi Íslands og  Sjúkraliðadeildinni á Norðurlandi vestra.

Haukur Hafliði Björnsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi ástundun og vinnusemi í námi sínu á starfsbraut.

María Ósk Ólafsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi ástundun og vinnusemi í námi sínu á starfsbraut.

Haukur Ingvi Marinósson  hlaut viðurkenning fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum  vélstjórnarbrautar A.

Sigurður Hannes Sigurðsson  hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum vélstjórnarbrautar A.

Elín Sveinsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi alhliða námsárangur  á stúdentsprófi viðskipta- og hagfræðibrautar.

Hún hlýtur einnig viðurkenningu frá Lionsklúbbi Sauðárkróks úr Minningarsjóði Tómasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi námsárangur á viðskipta- og hagfræðibraut á stúdentsprófi.

Þá hlaut hún viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku á stúdentsprófi.

Að lokum hlaut hún viðurkenningu frá Danska sendiráðinu fyrir framúrskarandi námsárangur í dönsku á stúdentsprófi.

Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum viðskipta- og hagfræðibrautar.

Iðunn Helgadóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sérgreinum viðskipta- og hagfræðibrautar á stúdentsprófi.

Hún hlaut einnig viðurkenningu frá Þýska sendiráðinu fyrir framúrskarandi námsárangur í þýsku á stúdentsprófi.

Loks hlaut hún viðurkenning og þakkir fyrir framúrskarandi störf á vettvangi félagsmála nemenda, forystu fyrir Nemendafélag FNV og alla  framgöngu á vettvangi skólastarfs.