Fyrirkomulag kennslu fyrstu tvo dagana.
Fyrirkomulag kennslu fyrstu tvo dagana.

Skólinn verður settur á sal skólans kl. 08:00 á mánudag þann 21. ágúst.  Kennsla hefst skv. stundaskrá kl. 09:45.  Það fyrirkomulag verður viðhaft fyrsta daginn að nemendur sækja kennslustundir mánudags og þriðjudags á víxl. 

Hver áfangi er kenndur tvær kennslustundir í senn.  Á mánudag sækir nemandinn fyrri kennslustundina skv. stundaskrá mánudags og þá seinni skv. stundaskrá þriðjudags.

Á þriðjudag verður svo kennsla með venjubundnum hætti skv. stundaskrá.

Á miðvikudag hefst nýnemadagurinn að loknum nýnemafundi sem hefst kl. 11:20 í st. 102 (fyrirlestrasal). Nýnemar verða þá í umsjón eldri nema það sem eftir lifir dags.  Ráðgert er að skiptibókamarkaðurinn opni á fimmtudag.