Hvatningarverðlaun Dags gegn einelti 2017

Verðlaunagripurinn að þessu sinni er gerður úr stáli og plexigleri og er samvinnuverkefni Björns Jóhannesar Sighvatz og Karítasar Sigurbjargar Björnsdóttur. Gerður við Fjölbautaskóla Norðurlands vestra og Fab Lab Sauðárkróks.
Hann er hugsaður sem sterkur stál grunnur sem fær tengingu við náttúru íslands með tilvísun í stuðlabergið. Því öll þurfum við sterkan grunn til þess að vaxa og dafna.
Hann hefur á yfirborðinu nokkur skammarstrik því börn eru að læra og þurfa að fá tækifæri til þess að gera mistök.
Speglunin í yfirborðinu gefur til kynna að við þurfum að hugsa um alla í kringum okkur. Við þurfum einnig að geta speglað okkar í eigin gjörðum og athöfnum gagnvart upplifun annarra.
Að leiðast er tákn trausts og virðingar, þrátt fyrir að við séum jafn misjöfn eins og við erum mörg.