Prófdagar 7. – 19. desember

Próf haustannar fara fram samkvæmt próftöflu dagana 7. – 15. des. Próftaflan er á heimasíðu skólans. Sjúkrapróf verða haldin 18. og 19. des.

Prófstofur – flest próf á sal

Próf í dagskóla eru haldin í bóknámshúsi og í dreifnámsstofum. Próf í fjarnámi eru haldin víða um landið. Upplýsingar um prófstofur í bóknámshúsi eru hengdar upp að morgni prófdags en flest prófin eru á sal skóla (301 – 303), sérstofur eru 305 og 306. Starfsbraut er í stofum 307 og 308.

Afhending einkunna og prófsýning 20. desember

Opnað verður fyrir einkunnir að morgni miðvikudagsins 20. desember og prófsýning verður kl. 9 – 10.

Jólafrí

Jólafrí hefst 21. desember. Kennsla á vorönn 2018 hefst mánudaginn 8. janúar.