Samningur um íþróttaakademíu í körfubolta endurnýjaður

Föstudaginn 24. mars var samningur FNV og körfuboltadeildar U.M.F.Tindastóls um íþróttaakademíu í körfubolta endurnýjaður með undirskrift skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur og Stefáns Jónssonar, formanns körfuboltadeildarinnar. Blómlegt íþróttalíf er framundan í skólanum því auk íþróttaakademíunnar í körfubolta verður starfrækt íþróttaakademía í knattspyrnu.