Opnir dagar

Opnir dagar verða í FNV frá miðvikudeginum 13. mars til föstudagsins 15. mars. Þá víkur hefðbundin kennsla í dagskóla fyrir ýmiskonar viðburðum og uppákomum.
Lesa meira

Valáfangar haust 2024

Meðal valáfanga í boði á haustönn 2024 eru ENSK3HP05 (Enska, Harry Potter, J. K. Rowling and London Baby!), FABL2FA03 (Fablab), FÉLV3MR05 (Mannréttindi – saga og samfélag), ÍSLE3YN05 (Íslenska, yndislestur), LEIK2AA05 (Grunnáfangi í leiklist), LÖGF2LÖ05 (Inngangur að lögfræði), STÆR4LF05 (Línuleg algebra) og UPPT2SM05 (Stafræn miðlun og markhópar). Nemendur geta valið áfanga af öðrum brautum til að setja í frjálst val. Val í dagskóla og helgarnámi fyrir haustönn 2024 fer fram dagana 6. til 13. mars í INNU.
Lesa meira

Starfsþróunardagur

Kennsla í dagskóla fellur niður föstudaginn 1.mars vegna starfsþróunardags starfsfólks.
Lesa meira

NFNV sýnir Með allt á hreinu

Sýningar eru að hefjast söngleiknum Með allt á hreinu í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur og Eysteins Ívars Guðbrandssonar. Hægt er að panta miða í síma 774-1742 alla daga klukkan 16:00 - 18:00 og í gegnum Facebook síðu Nemó FNV.
Lesa meira

Vörðudagar 5.- 6. febrúar

Dagana 5.– 6. febrúar verður fyrsta varða vorannar. Gera má ráð fyrir að kennarar boði ykkur í viðtal annan hvorn daginn.
Lesa meira

Elísa Gyrðisdóttir gestafyrirlesari í helgarnámi í kvikmyndagerð

Nemendur í helgarnámi í kvikmyndagerð í FNV fengu góðan gest til sín í janúarlotunni, sem var Elísa Gyrðisdóttir (Elíassonar, skálds ogfyrrverandi nemanda í FNV), leikkona og framleiðandi.
Lesa meira

Úrsögn úr áföngum

Síðasti dagur til að segja sig úr áfanga er miðvikudagurinn 24. janúar.
Lesa meira

FNV úr leik eftir hörku viðureign gegn MA

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Menntaskólinn á Akureyri mættust í gærkvöldi í fyrstu umferð Gettu betur í Kvosinni, samkomusal Menntaskólans á Akureyri. Eftir hörku viðureign stóð MA uppi sem sigurvegari 18-15.
Lesa meira

Fyrsta umferð í Gettu betur

FNV mætir MA í fyrstu umferð Gettu betur og fer viðureignin fram á morgun, miðvikudaginn 10. janúar, í Menntaskólanum á Akureyri. Lið FNV skipa þau Alexander Victor Jóhannesson, Steinunn Daníella Jóhannesdóttir og Atli Steinn Stefánsson. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á rútuferð á miðvikudaginn frá bóknámshúsi FNV kl. 16.30 sem mun ferja nemendur á Akureyri til þess að horfa á keppnina.
Lesa meira

Valáfangar: útivist, spinning og styrkur og þol

Boðið er upp á valáfanga í útivist, spinning og styrk og þoli á vorönn 2024
Lesa meira