Hvað vitum við foreldrarnir um Dirty Sprite, Lean, MDMA, lyfseðilsskyld lyf, rafrettur og marijúana (gras)?

Það er mikilvægt að unglingar fái fræðslu um mögulega skaðsemi fíkniefna en hvað með okkur foreldrana?

Forvarnarfræðsla Magga Stef, https://forvarnafræðslan.is, verður með fræðslustund/vinnustofu fyrir foreldra/forráðamenn þann 26/09/2018 kl. 19:00 í stofu 304 í bóknámshúsi FNV.

Fundurinn stendur í 90-120 mínútur og þar munum við skoða:

  • Uppeldistengd málefni: gildi, hefðir og venjur
  • Er veip (rafrettur) hættulegt?
  • Hvað getum við gert til þess að minnka líkur á vímuefnaneyslu?
  • Hvernig bregðumst við við ef upp kemst um fikt/neyslu?
  • Hvar er hægt að fá aðstoð?
  • Hver eru helstu einkenni vímuefnaneyslu?
  • Hvernig við styrkjum tilfinningagreind og sjálfstraust barna
  • Kannabisplöntuna (hass/gras/weed/vax/olía) og skaðleg áhrif af neyslu.
  • MDMA, Purple Sprite, Kókaín, læknadóp, Blunt, gas, spítt, Spice, K2, Fentanyl, Krókadíl og fleiri efni

Sjáðu hvað aðrir foreldrar hafa sagt um þessa fræðslu: https://forvarnafræðslan.is/index.php/um-maggistef

Vefsíða: https://forvarnafræðslan.is

Facebook: Forvarnarfræðsla Magga Stef

Tölvupóstfang: magnusstef@simnet.is

Sími: 897-1759

Það þarf heilt þorp til þess að ala upp eitt barn

Allir foreldrar/forráðamenn hjartanlega velkomnir.

Kær kveðja forvarnarfræðsla Magga Stef