Útivistarhópurinn í Gvendarskál

Útivistarhópurinn í Gvendarskál
Útivistarhópurinn í Gvendarskál

Þriðjudaginn 26. september hélt útivistarhópurinn í fótspor Guðmundar góða og fetaði sig upp í Gverndarskál í Hólabyrðu. Alls tóku 30 nemendur þátt í ferðinni undir leiðsögn Árna Stefánssonar, íþróttakennara. Þau Herdís Klausen og Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari ráku lestina og gættu þess að allir skiluðu sér á leiðarenda. Veðrið var hið ákjósanlegasta og nutu göngumenn góða veðursins og þeirrar náttúrufegurðar sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða.