Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra telur mikilvægt að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum bæði kvenna og karla. Jafnréttisáætlun skólans, sem byggir á lögum nr. 1 0/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, er ætlað að stuðla að jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla innan skólans og minna starfsfólk og stjórnendur á mikilvægi þess að allir fái notið sín án tillits til kynferðis. Áætlunin er tvískipt þar sem fyrri hluti hennar nær til skólans sem vinnustaðar, en seinni hluti hennar nær til skólans sem menntastofnunar. Áætlunin gildir frá 1. september 2016 - 1. september 2019.
Í jafnréttisáætlun þessari er gerð grein fyrir jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúa auk þess sem sett eru fram helstu markmið og aðgerðir skólans sem miða að jafnrétti kynjanna.

Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi

Innan skólans starfar jafnréttisnefnd. Kosið er í nefndina til tveggja ára á starfsmannafundi þar sem leitast er við að skipa hana einum fulltrúa úr hópi stjórnenda og tveimur úr hópi kennara og annars starfsfólks.

Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að fylgjast með stöðu jafnréttismála í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, móta stefnu og áætlanir skólans í jafnréttismálum og vera ráðgefandi fyrir jafnréttisfulltrúa skólans, sem kosinn er til tveggja ára á starfsmannafundi. Í starfi sínu hefur nefndin til hliðsjónar jafnréttisáætlun mennta- og menningarmálaráðuneytis og Stjórnarráðs og lög og reglugerðir sem við eiga.

Helstu verkefni nefndarinnar eru að:

• endurskoða jafnréttisstefnu skólans, sem kynnt verði starfsfólki skólans á starfsmannafundi í janúar ár hvert og stjórn nemendafélagsins í tölvupósti í sama mánuði auk kynningar í áföngum um kynjafræði og í lífsleikni.
• hafa eftirlit með að farið sé að lögum og reglum í jafnréttismálum og að jafnréttisáætlunum sé fylgt eftir meðal annars með því að safna og birta reglulega upplýsingar um stöðu jafnréttismála í skólanum.
• vera til ráðgjafar við gerð aðgerðaáætlana, ef þess er óskað, um hvernig rétta skuli hlut kynja þar sem það á við

• fylgjast með umræðu um jafnréttismál eftir því sem við verður komið
• standa að fræðslu um jafnréttismál fyrir stjórnendur og annað starfsfólk á starfsmannafundi í janúar ár hvert.
• halda uppi umræðu og fræðslu um jafnréttismál og koma á framfæri hugmyndum sem stuðla að auknu jafnrétti.

Í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra starfar jafnréttisfulltrúi sam valinn er á starfsmannafundi í september annað hvert ár. Hlutverk hans er að fjalla um og hafa eftirlit með jafnréttisstarfi í skólanum. Jafnréttisfulltrúi sendir Mennta- og menningarmálaráðuneyti árlega greinargerð um jafnréttisstarf skólans. Jafnréttisfulltrúi á sæti í jafnréttisnefnd sem sér um gerð starfsmannastefnu.

Helstu markmið og leiðir

Í jafnréttisáætlun Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sem byggð er á lögum nr. 10/2008 um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla, er lögð áhersla á jafnan rétt kvenna og karla til náms óháð kynbundnum staðalmyndum, launa, stöðuveitinga, starfa, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og þátttöku í nefndum og ráðum. Jafnframt er áréttað mikilvægi þess að bæði kyn fái notið starfsþjálfunar og endurmenntunar að jöfnu. Auglýsingar, upplýsingagjöf, kynbundið ofbeldi, kynferðisleg og kynbundin áreitni og tengsl við starfsmannastefnu eru einnig viðfangsefni jafnréttisáætlunar skólans.

Jafnréttisáætlunin er í tvíþætt. Fyrri hlutinn fjallar um skólann sem vinnustað og sá síðari um skólann sem menntastofnun.

Skólinn sem vinnustaður

Launajafnrétti 19. grein.

Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Kynjajafnréttis sé gætt við úthlutun hvers konar þóknunar og hlunninda, beinna og/eða óbeinna. Einnig skulu kynin njóta sömu kjara og réttinda sem metin verða til fjár sbr. 19. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Þátttaka í nefndum og ráðum

Unnið skal markvisst að því að jafna fjölda kvenna og karla í nefndum, ráðum og nefndum á vegum skólans. Þegar óskað er eftir tilnefningum í nefndir og ráð skal farið fram á að tekið sé mið af 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, en þar segir:

Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.

Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu. Tilnefningaraðila er heimilt að víkja frá skilyrði 1. mgr. þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæði 1. mgr. ef undanþáguheimild 2. mgr. á við.

Auglýsingar og upplýsingagjöf

Í auglýsingum skulu störf vera ókyngreind og mismuna ekki kynjum. Þegar birtar eru tölfræðilegar upplýsingar á vegum skólans skulu þær jafnan kyngreindar, eftir því sem við á.

Stöðuveitingar og störf

Laus störf 20. gr.

Jafnréttissjónarmið verður að meta til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar. Stefnt skal að því að halda sem jöfnustu hlutfalli kynja í störfum innan skólans. Þess verði gætt að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis við úthlutun verkefna eða þegar teknar eru ákvarðanir um framgang í störfum. Jafnframt skulu bæði kyn njóta sömu tækifæra til að axla ábyrgð.

Starfsþjálfun og endurmenntun

Starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun 20.gr.
Konur og karlar skulu njóta sömu möguleika til menntunar og starfsþjálfunar. Til að tryggja að svo megi vera þarf að skýra endurmenntunarstefnu skólans í starfsmannastefnu og safna skipulega upplýsingum um endurmenntun starfsfólks. Tryggja þarf að tilboð sem lúta að starfsþjálfun mismuni ekki kynjum.

Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg og kynbundin áreitni

Allir starfsmenn eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og að þeir sæti ekki kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri eða kynbundinni áreitni.

Kynbundið ofbeldi er ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.

• Kynferðisleg áreitni er kynferðisleg hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn.
• Kynbundin áreitni er hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn.

Telji starfsfólk sig verða fyrir kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri eða kynbundinni áreitni skal það leita til trúnaðarmanna eða jafnréttisfulltrúa eins og fram kemur í starfsmannastefnu.

Skólinn standi fyrir fræðslu fyrir starfsfólk um kynbundið ofbeldi, kynferðislega og kynbundna áreitni.

Starfsmannastefna

Jafnréttissjónarmið og leiðir til að vinna að jafnri stöðu kynjanna verða að vera virkur þáttur í starfsmannastefnu skólans. Í starfsmannastefnunni þarf meðal annars að taka mið af jafnrétti þegar fjallað er um líðan nemenda og starfsfólks á vinnustað og starfsanda. Einnig þarf í starfsmannastefnu að vera ljóst hvernig nemendum og starfsfólki er gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið. Jafnréttisáætlun og starfsmannastefna skólans verða að vera samhljóma. Til að gæta jafnréttissjónarmiða tekur jafnréttisfulltrúi þátt í endurskoðun starfsmannastefnu og er það eitt af hlutverkum jafnréttisnefndar að vera til ráðgjafar við endurskoðunina.

Skólinn sem menntastofnun.

Kennslustefna skólans

Í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er lögð áhersla á nám á bóknámsbrautum, iðnnámsbrautum og starfsnámsbrautum. Boðið er upp á nám fyrir breiðan hóp nemenda óháð kyni. Lögð er áhersla á að nemendur fái kynningu á námsleiðum sem mismunar ekki eftir kyni. Leiðarljós skólans eru grunngildin vinnusemi, virðing og vellíðan. Í skólanum er lögð áhersla á að nýta til fulls kosti áfangakerfisins og hafa fjölbreytnina að leiðarljósi til þess að allir nemendur geti fundið nám við hæfi. Áfangakerfið og fjölbreytni náms í skólanum eykur ábyrgð nemenda á eigin námi og námsvali, ábyrgðin þroskar þá og gerir þá um leið hæfari til þátttöku í samfélaginu. Að velja sér námsleiðir eftir áhuga, getu og metnaði er upphafið að þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi nútímans. Það liggur því í eðli skólans að fjölbreytni í kennsluaðferðum er mikil, sveigjanleiki í námi og námsframboði sömuleiðis. Nemendur skulu fá fræðslu um jafnrétti, réttindi og skyldur.

Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg og kynbundin áreitni

Allir nemendur eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og að þeir sæti ekki kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri eða kynbundinni áreitni.

Kynbundið ofbeldi er ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.

• Kynferðisleg áreitni er kynferðisleg hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn.
• Kynbundin áreitni er hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn.

Telji nemendur sig verða fyrir kynferðislegri eða kynbundinni áreitni skulu þeir t.d. leita til jafnréttisfulltrúa, náms- og starfsráðgjafa eða stjórnenda.

Skólinn standi fyrir fræðslu fyrir nemendur um kynbundið ofbeldi, kynferðislega og kynbundna áreitni.

Stefna skólans og markmið

Jafnréttissjónarmið og leiðir til að vinna að jafnri stöðu og jöfnum rétti kynjanna verða að vera virkur þáttur í stefnu skólans og markmiðum. Í stefnu skólans og markmiðum þarf meðal annars að taka mið af jafnrétti þegar fjallað er um líðan nemenda í skóla og skólabrag. Einnig þarf að vera ljóst hvernig nemendum er gert kleift að samræma nám sitt og skyldur gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegri skólasókn, eða annarri hagræðingu, eftir því sem við verður komið. Jafnréttisáætlun og stefna skólans og markmið verða að vera samhljóma. Til að gæta jafnréttissjónarmiða tekur jafnréttisfulltrúi þátt í endurskoðun stefnu skólans og markmiða og er það eitt af hlutverkum jafnréttisnefndar að vera til ráðgjafar við endurskoðunina.

Endurskoðun og samþykkt

Jafnréttisáætlun þessi er gerð í samræmi við 18., 22. og 23. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 þar sem kveðið er á um að leggja beri áherslu á að tryggja konum og körlum jafna stöðu og jafnan rétt. Jafnframt segir að jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skuli endurskoða á þriggja ára fresti.

Jafnréttisáætlun FNV verður næst endurskoðuð í ágúst 2019 undir stjórn jafnréttisfulltrúa skólans.

Aðgerðabundin jafnréttisáætlun 1

Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skulu setja sér aðgerðabundnar jafnréttisáætlanir þar sem fram kemur hvernig starfsmönnum eru tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 19.–22. gr. jafnréttislaga.

Launajafnrétti 19. grein

Markmið
(Hvað?)
Aðgerð
(Hvernig?)
Ábyrgð
(Hver?)
Tímarammi
(Hvenær?)
Að konur og karlar fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Samstarfnefnd fari yfir röðunarforsendur til launa fyrir hvern starfsmann með tilliti til jafnrar stöðu kynjanna. Skólameistari og trúnaðarmaður. Við upphaf hvers skólaárs.

 

Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun 20. grein

Markmið
(Hvað?)
Aðgerð
(Hvernig?)
Ábyrgð
(Hver?)
Tímarammi
(Hvenær?)
Laus störf standi bæði konum og körlum til boða. Í auglýsingum verði bæði kyn hvött til að sækja um laus störf nema á annað kynið halli í viðkomandi starfsgrein. Skólameistari Þegar störf eru auglýst
Jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópnum. Halli á annað kynið í einhverri starfgrein innan skólans skal leitast við að rétta þann halla standi umsækjendur jafnir að öðru leyti. Skólameistari og skólanefnd Þegar ráðið er í störf
Konur og karlar sem vinna sambærileg störf skulu hafa jafnan aðgang að starfsþjálfun og endurmenntun. Að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar. Skólameistari, aðstoðarskólameistari og áfangastjóri. Hér er um viðvarandi viðleitni að ræða.
Efla kynjafræðiþekkingu starfsfólks.

Starfsfólki verði gert að sitja námskeið um kynjafræði einu sinni á ári auk þess að veita því aðgang að fræðsluefni auk árlegrar kynningar á jafnréttisstefnu skólans í janúar ár hvert.

Skólameistari og Jafnréttisnefnd Frá og með upphafi haustannar 2016

 

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs 21. grein

Markmið
(Hvað?)
Aðgerð
(Hvernig?)
Ábyrgð
(Hver?)
Tímarammi
(Hvenær?)
Starfsfólki sé gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Að komið sé til móts við starfsfólk með sveigjanlegum og fyrirsjáanlegum vinnutíma eftir því sem við verður komið. Kennarar geta lagt fram óskir um skipulag stundatöflu fyrir upphaf hverrar annar. Komið er til móts við annað starfsfólk með tilhliðrun vinnutíma eftir því sem við verður komið. Skólameistari, aðstoðarskólameistari og áfangastjóri Við skipulag skólastarfs í upphafi hverrar annar.

 

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni 22. grein

Markmið
(Hvað?)
Aðgerð
(Hvernig?)
Ábyrgð
(Hver?)
Tímarammi
(Hvenær?)
Koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. Farið verði eftir aðgerðaröð eineltisáætlunar skólans komi til tilvik sem varða kynbundið ofbeldi eða áreitni. Efnt verði til umræðu um málaflokkinn í hópi starfsfólks. Jafnréttisnefnd og skólameistari. Umræður farir fram að minnsta kosti einu sinni á skólaári.

Aðgerðabundin jafnréttisáætlun 2

Skólum ber auk þess að uppfylla 23. gr. jafnréttislega (menntun og skólastarf) og 22. gr. sömu laga (kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni).

23. gr. jafnréttislaga / menntun og skólastarf:

Markmið
(Hvað?)
Aðgerð
(Hvernig?)
Ábyrgð
(Hver?)
Tímarammi
(Hvenær?)
Nemendur fái fræðslu um jafnréttismál. Námsáfangi í kynjafræði er skylduáfangi á öllum bóknámsbrautum skólans. Nemendur á öðrum námsbrautum sæki námskeið um jafnréttismál. Skólameistari aðstoðarskólameistari og áfangastjóri. Allir nemendur fái fræðslu um jafnréttismál a.m.k. einu sinni á námsferli sínum.
Að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. Allir reglulegir nemendur skólans fái fræðslu um jafnréttismál með þátttöku í námsáföngum um lífsleikni og kynjafræði auk sérstakra námskeiða þar að lútandi. Skólameistari aðstoðarskólameistari og áfangastjóri. Allir nemendur fái fræðslu um jafnréttismál a.m.k. einu sinni á námsferli sínum.
Að kennslu- og námsgögn mismuni ekki kynjunum. Leitast verði við að velja kennslu- og námsgögn sem endurspegla framlag beggja kynja í viðkomandi greinum og fjalla um bæði kyn. Kennarar skólans og þeir sem sjá um val á námsefni hverju sinni. Hér er um viðvarandi viðleitni að ræða.
Í námsráðgjöf og starfsfræðslu fái strákar og stelpur fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf. Kynna skal báðum kynjum nám og störf óháð kynbundnum staðalmyndum. Náms- og starfsráðgjafi og kennarar í lífsleikniáföngum. Hér er um viðvarandi viðleitni að ræða.
Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skólastarfinu. Þess verði gætt að fulltrúar beggja kynja komi að stefnumótun og áætlanagerð svo sem þegar unnið er við skólanámskrá, við gæðastjórnun og innra mat. Með þessu verði tryggt að sjónarmið beggja kynja endurspeglist í stefnumótun og áætlanagerð skólans. Skólameistari. Við alla vinnu við stefnumótun og áætlanagerð.

 

22. gr. jafnréttislaga / kynbundin og kynferðisleg áreitni:

Markmið
(Hvað?)
Aðgerð
(Hvernig?)
Ábyrgð
(Hver?)
Tímarammi
(Hvenær?)
Koma í veg fyrir að nemendur verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólanum eða í félagsstarfi á vegum skólans. Farið verði eftir aðgerðaröð eineltisáætlunar skólans komi til tilvik sem varða kynbundið ofbeldi eða áreitni. Allir nemendur á bóknámsbrautum skólans sæki námsáfanga um kynjafræði og séð verði til þess að aðrir nemendur skólans fái fræðslu á sömu nótum. Skólameistari, aðstoðarskólameistari og áfangastjóri. Allir nemendur fái fræðslu um kynbundna og kynferðislega áreitni a.m.k. einu sinni á námsferli sínum.

 

Samstarf heimilis og skóla:

Markmið
(Hvað?)
Aðgerð
(Hvernig?)
Ábyrgð
(Hver?)
Tímarammi
(Hvenær?)
Að mæður og feður taki jafnan þátt í skólastarfinu.
Starfsfólk skólans útiloki ekki annað foreldrið á grundvelli kyns.
Þess verði gætt að foreldrar njóti þeirra ívilnana í námi sem nauðsynlegar eru til að stunda nám samhliða barnauppeldi óháð kyni. Skólameistari, aðstoðarskólameistari, áfangastóri og viðkomandi kennarar. Þegar þörf krefur.

 

Annað:

Markmið
(Hvað?)
Aðgerð
(Hvernig?)
Ábyrgð
(Hver?)
Tímarammi
(Hvenær?)
Að karlar og konur hafi sömu tækifæri til náms. Boðið verði upp á fjölbreytt námsframboð sem mismunar ekki kynjum. Skólameistari, aðstoðarskólameistari og áfangastjóri. Hér er um viðvarandi viðleitni að ræða.
Að jafn margar konur og karlar sitji í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum skólans. Tilnefningaraðilum sé gert að tilnefna bæði karla og konur.
Reglulega verði birt yfirlit yfir hlutfall kynja í nefndum.
Skólameistari, aðstoðarskólameistari, áfangastjóri og jafnréttisfulltrúi. Í hvert sinn sem tilnefnt er í nefndir og ráð. Jafnréttisnefnd kynni stjórnendum og starfsfólki stöðuna í janúar og september hvert ár.
Að auglýsingar mismuni ekki kynjum og höfði til beggja kynja. Farið yfir auglýsingar sem fara frá skólanum. Skólameistari, aðstoðarskólameistari og áfangastjóri. Hvenær sem auglýsingar fara frá skólanum.
Að tölfræðilegar upplýsingar séu kyngreindar eftir því sem við á. Þetta á einkanlega við um niðurstöður úr innra gæðamati skólans sem kynntar eru starfsfólki á starfsmannafundum og nemendum á skólafundi. Leitast verður við að kyngreina upplýsingar á vef, í vefriti og fréttatilkynningum. Skólameistari, aðstoðarskólameistari og áfangastjóri. Jafnréttisfulltrúi fylgist með því að aðgerðir eigi sér stað og fari tvisvar á ári yfir stöðuna og upplýsi jafnréttisnefnd.