VÉLS1AA05 - Vélstjórn 1

Vélstjórn AA

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Farið í uppbyggingu og virkni brunavéla. Öll kerfi og íhlutir teknir fyrir. Nemendur þjálfaðir í keyrslu véla og umgengni um öll kerfi sem tilheyra þeim þannig að þeir séu hæfir til að stjórna og bera ábyrgð á keyrslu þeirra. Tekin fyrir þau öryggisatriði sem þarf að hafa í hávegum fyrir vélstjóra og þá sem annast vélbúnað og vinnustaði vélstjóra.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • vinnuhringjum brunavéla.
  • gerðum, uppbyggingu og eldsneyti aflvéla.
  • uppbyggingu, notkun og eiginleikum hæg og hraðgengra bulluvéla.
  • aðstreymi lofts og eldsneytis í ottó og dísilvélum.
  • skipsvélakerfum og uppbyggingu þeirra.
  • kæliþörf brunavéla.
  • gangsetningakerfum bulluvéla og þeim reglum sem gilda um þau.
  • umhirðu og umgengni véla og vélarúma.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nafngreina helstu íhluti véla og lýsa hlutverki þeirra.
  • nota handverkfæri á réttan hátt.
  • lesa úr vganga um vélar og verkstæði með tilliti til hreinlætis og öryggisélateikning.um.
  • ganga um vélar og verkstæði með tilliti til hreinlætis og öryggis.
  • undirbúa dísilvél fyrir gangsetningu og gangsetja hana.
  • ganga frá vél og vélarúmi eftir stöðvun og gera vélarúm frostklárt.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • teiknað upp og útskýrt vinnuhringi tví- og fjórgengisvéla, dísil- og ottóvéla.
  • rekja og teikna upp helstu vélakerfi.
  • unnið sjálfstætt á vélaverkstæði m.t.t umgengni og öryggismála
  • undirbúið vél fyrir gangsetningu og ræst hana.
  • útskýrt bæði ytri og innri kælibúnað véla.
Nánari upplýsingar á námskrá.is