Fjarnám er góður kostur fyrir þá sem ekki geta stundað nám á hefðbundinn hátt. Skilyrði er að hafa aðgang að tölvu, því námið fer fram með tölvusamskiptum við kennara og gegnum samskiptaumhverfið Moodle (moodle.fnv.is). Námstími fjarkennslunnar er sá sami og hjá nemendum dagskóla, nema hefst viku síðar.  Námsefni og kröfur í fjarkennslu FNV eru þær sömu og í dagskóla og því nota fjarnemendur sömu kennslubækur og gögn og aðrir nemendur skólans.  Námið er fyrst og fremst hugsað sem sjálfsnám undir handleiðslu kennara. Það kefst mikils aga og skipulagningar af hálfu nemenda. Bókalisti og áfangalýsingar  eru hér á heimasíðu FNV.   

Verðskrá:
Innritunargjald kr. 6.000 (dagskólanemendur FNV greiða ekki innritunargjald)
Hver áfangi kr. 12.000 en heildargjald verður aldrei hærra en kr. 30.000

Nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst til fjarnam@fnv.is eða hringja í síma 4558000.