Lykilupplýsingar

Nemendur fá sent notendanafn og lykilorð í tölvupósti á persónulegt netfang sitt (netfangið sem er skráð í INNU) þegar þeir byrja í skólanum. Notendanafnið er kennitala nemanda.

Mikilvægt er að nemendur gæti þess að netföng þeirra og símanúmer séu rétt skráð í Innu.

Við innskráningu á Innu þarf að nota Íslykil eða rafræn skilríki. Sjá hér

Til að geta notað O365 aðganginn utan skólanetsins þarf að setja upp tveggja þátta auðkenningu, það er hægt að gera með því að fá sendan kóða í SMS. Sjá hér

Við innskráningu á Office365 er notuð kennitala og bætt við @fnv.is. Sjá hér

Við innskráningu á Moodle er notaður O365 aðgangur.Innskráning á Moodle

Við innskráningu á tölvur skólans er notuð kennitala og lykilorðið.

Ef lykilorð gleymist er hægt að fara inn á https://lykilord.menntasky.is/Home/Login og búa til nýtt lykilorð. Sjá hér

Moodle

Moodle er kennslukerfi skólans, allir nemendur hafa aðgang að því. Nemendur skrá sig inn á Moodle með O365 aðgangi.

Þráðlaust net

Þráðlaust net skólans: Netið(ssid) er “FNV-Nemendur”.
Til að skrá sig á netið velja notendur FNV-Nemendur (þetta er ssid netsins). Þessu næst er orðið Graskinna2020 slegið inn.

Hvernig tengirðu Innu við aðgang þinn að Office 365?

Hvernig opnarðu fyrir aðgang aðstendenda að INNU?