Framsækinn og fjölbreyttur framhaldsskóli

FNV er vinalegur skóli þar sem gott samband er á milli nemenda og starfsfólks. Einkunnarorð skólans eru vinnusemi, vellíðan og virðing. Við leggjum áherslu á góða þjónustu og stuðning við nemendur og að sem flestir geti fundið nám við hæfi. Hægt er að leggja stund á bóknám, iðnnám, starfsnám og fleira.

Nemendur í dagskóla sækja skólann á Sauðárkróki eða í dreifnámi á Blönduósi, Hvammstanga eða Hólmavík. Nemendur í fjarnámi geta stundað námið hvaðan sem er af landinu eða hvar sem er í heiminum.

Heimavist skólans er vel búin og herbergi eru nýuppgerð. Í mötuneytinu er lögð áhersla á hollan mat.

Nemendafélag skólans, NFNV, stendur fyrir öflugu félagslífi þar sem nemendur fá tækifæri til að rækta hæfileika sína.

Það er alltaf líf og fjör í FNV

Rocky Horror:
Kvikmyndagerð í FNV:
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra: Kynningarmyndband:

Myndband sem nemendur og kennari í kvikmyndagerð gerðu fyrir skólann.

Söngkeppni FNV:

Söngkeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra fer fram föstudaginn 17. febrúar í sal skólans. Engu verður til sparað og verður ljósasjóv sem ekki hefur sést áður í þessari keppni og þó víða væri leitað. FeykirTV kíkti á æfingu hjá húsbandinu og spjallaði við Reyni Snæ gítaleikara og Pálma Geir forseta nemendafélagsins

Myndir