Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
1. október 2015 - 09:47

Fjölbraut fékk góða gesti 21.-25. september,  en skólinn tekur þátt í erlendu samstarfsverkefni á vegum Nordplus junior nú annað árið í röð. Samstarfslönd FNV eru Danmörk, Eistland, Finnland og Svíþjóð og komu nemendur og kennarar frá þessum löndum nú á Sauðárkrók. Þema vinnulotunnar í FNV var Creative environment - creative thinking þar sem nemendur áttu að kanna tengsl námsumhverfis og skapandi hugsunar.

16. september 2015 - 08:55

Golfmót FNV var haldið í fjórða sinn miðvikudaginn 9. september. Nemendur kepptu á móti starfsmönnum í 9 holu keppni. Það er skemmst frá því að segja að keppnin var æsispennandi en nemendur sigruðu lið starfsfólks að lokum með fjögurra punkta mun.
Í sigurliði nemenda voru Hlynur Freyr Einarsson, Kristófer Skúli Auðunsson, Jónas Már Kristjánsson og Pálmi Þórsson. Starfsmenn sem tóku þátt voru Árni Stefánsson, Ingileif Oddsdóttir, Kristján Bjarni Halldórsson og Margrét Helga Hallsdóttir. Nemendur fengu glæsilegan farandbikar sem þeir geyma í ár, fram að næstu keppni. Starfsfólk skólans óskar nemendum til hamingju með sigurinn!

4. september 2015 - 14:25

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

 

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

 

Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2015-2016 er til 15. október næstkomandi!

 

Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd

28. ágúst 2015 - 13:23

Þessa dagana eru góðir gestir í heimsókn við FNV. Um er að ræða 31 nemanda og kennara frá Noregi, Þýskalandi, Belgíu og Tékklandi. Þeir eru hér vegna þátttöku í Evrópuverkefni sem Málmiðnadeild FNV tekur þátt í. Markmið verkefnisins er að búa til þrívíddarkort af þátttökulöndunum með notkun þrívíddarprentara, fræsara og CNC tækni, en skólinn er vel búinn tækjabúnaðir í þeim geira.