Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
23. mars 2015 - 11:21

 Auglýsing um sveinspróf

 Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin sem hér segir: 

Í matvælagreinum í maí. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. 

Í byggingagreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. 

Í prentgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. 

Í bíliðngreinum í maí-júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl

Í hönnunar- og handverksgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl

Í snyrtifræði í maí-júní.  Umsóknarfrestur er til 1. maí

Í málmiðngreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur til 1. maí

Í vélvirkjun í september. Umsóknarfrestur til 1. júní

Í ljósmyndun í september – október. Umsóknarfrestur til 1. júlí

Dagsetningar prófanna verða birtar á heimasíðu okkar um leið og þær liggja fyrir. 

Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í maí 2015. 

Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum. 

Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veffang: www.idan.is og á skrifstofunni. 

IÐAN - fræðslusetur,Vatnagörðum 20,  104 Reykjavík,

sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401, netfang: idan@idan.is

 

 

20. mars 2015 - 09:14

15 skólar tóku þátt í hæfileikakeppni starfsbrauta sem haldin var í Fjölbrautaskóla Garðabæjar í gærkveldi. Fulltrúi FNV, Þóra Karen Valsdóttir sigraði keppnina með glæsibrag en hún söng lagið Stay with me. Dómnefndina skipuðu tveir Pollapönkarar, Haraldur, rauði pollinn og Heiðar, blái pollinn þeim til fulltingis var söngkonan Sigríður Eyrún, sem var þátttakandi í undankeppni Eurovision 2014.

20. mars 2015 - 08:32

Aðstoð við stærðfræðinám

Boðið verður upp á aðstoð við stærðfræðinám á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:10-17:40 í st. 305.  Ef hópurinn verður of stór verður honum skipt í tvennt á þessa daga.  Skráning fer fram hjá námsráðgjafa og á netfanginu margret@fnv.is.

Námsráðgjafi

18. mars 2015 - 15:36

Undankeppni í stærðfræðikeppni 9. bekkinga fer fram fimmtudaginn 19.mars. Fimmtán efstu komast í úrslitakeppni sem verður 17. apríl. Keppnin er samstarfsverkefni FNV, MTR og grunnskóla á Norðurlandi vestra í Fjallabyggð og á Dalvík.