Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
20. ágúst 2014 - 17:19

Á haustönn 2014 verður boðið upp á eftirtaldar nýjungar í íþróttum:

ÍÞR 1K12-Ketilbjöllur: 

ÍÞR IY12 Jóga.

Kennsla fer fram á miðvikudögum kl. 14:45-16:10.

18. ágúst 2014 - 09:09

Meistaranám iðnaðarmanna, almennur hluti, verður kennt á haustönn 2014 og vorönn 2015, ef næg þátttaka fæst. Gert er ráð fyrir að nám fari fram síðdegis og kennt verði í gegnum fjarfundabúnað utan Skagafjarðar. 
Nánari upplýsingar og skráning í síma 455-8000.

7. ágúst 2014 - 15:45

Eiríkur Valdimarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður dreifnáms á Hólmavík í stað Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur, sem tekið hefur við starfi skólastjóra Grunnskólans á Hólmavík. Eiríkur er þjóðfræðingur að mennt og hefur m.a. starfað við kennslu við Grunnskólann á Hólmavík auk kennslu við Háskóla Íslands. Skólinn býður hann velkominn til starfa og þakkar Hrafnhildi fyrir samstarfið. 

7. ágúst 2014 - 10:17

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur sunnudaginn 24. ágúst kl. 17:00. Setningin fer fram á sal skólans í Bóknámshúsi. Foreldrar ólögráða nemenda eru hvattir til að fjölmenna, en aðalfundur foreldrafélags skólans verður haldinn kl. 17.30 á sama stað.  Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda í Innu við skólasetningu.  Heimavistin verður opnuð kl. 13:00.

Nemendur í dreifnámi mæta með foreldrum sínum í námsver á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi sama dag kl. 17:00. 

Töflubreytingar fara fram á mánudaginn 25. ágúst og þriðjudaginn 26. ágúst kl. 09:00-18:00.