Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
25. febrúar 2015 - 14:02

Nú er komið að hinni árlegu söngkeppni Nemendafélagsins en hún verður haldin á Sal skólans föstudaginn 27 . febrúar.   Margir stórglæsilegir keppendur troða upp og Húsbandið leikur undir.  Sigurvegarinn verður fulltrúi skólans á Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður í vor.

Dagskrá hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30.  

Miðaverð:

1500 kr. fyrir meðlimi NFNV og fyrir 16 ára og yngri

2000 kr.  fyrir aðra

 

10. febrúar 2015 - 18:25

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra vill koma á framfæri kærum þökkum til fararstjóra, stjórnar nemendafélagsins, Sævars Þorbergssonar, rútubílstjóra, Jóns Heiðars Guðjónssonar, staðarhaldara í Reykjanesi,Hólmvíkinga, lögreglu og allra annarra sem aðstoðuðu nemendur FNV á ferðalagi þeirra um helgina.

9. febrúar 2015 - 11:34

Ferðalangarnir eru komnir á Hólmavík og halda til í Félagsheimilinu þar sem þeirra beið matur. Gert er ráð fyrir að þeir haldi ferð sinni áfram seinna í dag þegar vegurinn sunnan Hólmavíkur hefur verið opnaður.

9. febrúar 2015 - 10:47

Um 60 nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra gistu í rútu á Vestfjarðavegi í nótt, skammt frá vegamótunum á Drangsnes. Matarsending barst frá Reykjanesi um miðja nótt og eftir það sváfu unglingarnir í rútunni og fór ágætlega um þau að sögn Kolbrúnar Maríu Sæmundsdóttur, sem er önnur foreldranna sem eru með í för.