Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
22. október 2014 - 15:44

Hið árlega Menningarkvöld NFNV verður haldið föstudaginn 24. október í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá byrjar kl. 20:00. Miðaverð er 3.000 kr fyrir meðlimi NFNV og fyrir 16 ára og yngri en 3500 kr. fyrir aðra.
Nemendafélagið er búið að lofa glæsilegu kvöldi; Helga Braga verður kynnir kvöldsins, Jón Arnór úr Icelend got talent kemur og leikur listir sínar og Úlfur Úlfur tekur lagið. Síðast en ekki síst mun hæfileikafólk úr röðum nemenda troða upp og gleðja okkur með söng og annarri skemmtan.

Auglýsing fyrir Menningarkvöld

22. október 2014 - 09:17

Sýning á lokaverkefnum Sjónlistar

21. október 2014 - 14:11

Miðvikudaginn 22. október, kl. 11:20 fer fram val fyrir vorönn 2015.  Hafið með ykkur námsáætlanir. Þeir nemendur dagskóla, sem ekki skila vali fyrir miðvikudaginn 29. október, þurfa að greiða umsýslugjald að upphæð kr. 2.500. Skilið á tilsettum tíma og sparið peninga.

15. október 2014 - 09:37

Þann 6. október heimsóttu nemendur í efnafræði 313 Plastbátagerðina Mótun. Í efnafræði 313 læra nemendur um lífræna efnafræði og þar er m.a.farið í hvernig plastefni eru búin til og hvernig má hagnýta þau. Framkvæmdastjóri Mótunar útskýrði fyrir nemendum ferilinn við framleiðslu plastbáta og sýndi þeim einnig tilraunaverkefni sem fyrirtækið er að vinna að, þ.e. framleiðslu húsaeininga úr plast og steinull. Nemendur sýndu verkefninu mikinn áhuga og spurðu án afláts, en Regin Grímsson svaraði af áhuga öllum spurningum.