Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
28. ágúst 2015 - 13:23

Þessa dagana eru góðir gestir í heimsókn við FNV. Um er að ræða 31 nemanda og kennara frá Noregi, Þýskalandi, Belgíu og Tékklandi. Þeir eru hér vegna þátttöku í Evrópuverkefni sem Málmiðnadeild FNV tekur þátt í. Markmið verkefnisins er að búa til þrívíddarkort af þátttökulöndunum með notkun þrívíddarprentara, fræsara og CNC tækni, en skólinn er vel búinn tækjabúnaðir í þeim geira.

10. ágúst 2015 - 09:15

Skráning í fjarnám við FNV stendur yfir. Hægt er skrá sig á heimasíðu skólans www.fnv undir flipanum „Umsókn fyrir fjarnema“. Hægt er að stytta sér leið  https://www.inna.is/innritun/ eðahttps://www.inna.is/innritun/annir_i_bodi.jsp?skoli_id=921. Fyrirspurnum er svarað á fjarnam@fnv.is. Umsjónarmaður fjarnáms er Kristján Bjarni Halldórsson.

23. júní 2015 - 15:37

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskar nemendum sínum og starfsfólki ánægjulegs sumars og minnir á að skólinn verður settur sunnudaginn 23. ágúst kl. 17:00 og kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 24. ágúst. Töflubreytingar fara fram mánudag og þriðjudag 24.-25. ágúst.

23. júní 2015 - 15:35
19. júní var haldinn hátíðlegur í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem þess var m.a. minnst að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Konur í framvarðasveit kvenna í Skagafirði fluttu ávörp og hvöttu kynsystur sínar til dáða.

Í þeirra hópi var Iðunn Helgadóttir, nýkjörinn forseti nemendafélags NFNV. Iðunn stóð sig með mikilli prýði og sýndi hvað í henni bjó. Starfsfólk og stjórnendur FNV óska henni til hamingju með frammistöðuna og hlakka til að vinna með henni og öðru stjórnarfóki í NFNV næsta vetur.