Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
18. apríl 2016 - 13:26

Hæfileikakeppni starfsbrauta 2016 fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík fimmtudagskvöldið 14. apríl síðastliðinn. Starfsbraut FNV fór í menningarferð á suðvesturhornið. Haldið var af stað á fimmtudagsmorgun og lá leiðin beint í Kringluna þar sem við fengum okkur að borða og aðrir versluðu.
Þóra Karen Valsdóttir tók þátt fyrir okkar hönd og söng lagið The Climb með Miley Cyrus. Hún stóð sig með stökustu prýði og hampaði öðru sætinu. Í fyrsta sæti var Fjölbrautaskólinn á Akranesi með frumsamið lag. Í þriðja sæti var Fjölbrautaskólinn í Breiðholti.
Skólinn óskar Þóru Karen til hamingju með árangurinn.​

18. apríl 2016 - 08:54

Föstudaginn 15.apríl fór fram stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar, en keppnin hefur nú verið haldin árlega í 19 ár. Í fyrsta sæti var Friðrik Snær Björnsson, Varmahlíðarskóla, í öðru sæti var Þorri Þórarinsson, Árskóla og í þriðja sæti var Jón Örn Eiríksson, Grunnskólanum austan Vatna.

15. apríl 2016 - 10:40

Eldsmiðja Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, sem staðsett er í Hátæknimenntasetri skólans,  verður vígð við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 20.  apríl kl. 16:00. Í tilefni vígslunnar mætir Beate Stormo, Norðurlandameistari í eldsmíði, á staðinn og vígir aðstöðuna.  Allir velkomnir.​

13. apríl 2016 - 08:27

Föstudaginn 15. apríl fer lokakeppni stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar fram. Alls taka 17 keppendur þátt að þessu sinni og eins og áður eru vegleg verðlaun í boði. Fjöldi styrktaraðila kemur að keppninni, en henni er ætlað að vekja áhuga ungs fólks á námi í stærðfræði og tæknigreinum. Keppnin hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 15:00. Á meðan á keppni stendur verður boðið upp á kynnisferð um skólann fyrir alla þá sem hafa áhuga. Við hvetjum alla sem vilja kynna sér kennsluaðstöðu skólans til að mæta á sal Bóknámshúss kl. 13:00.