Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
23. maí 2015 - 15:50

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 36. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 23. maí að viðstöddu fjölmenni.  Alls brautskráðust 68 nemendur.

19. maí 2015 - 08:53

Prófsýning fer fram föstudaginn 22. maí kl. 09:00-10:00. Opnað verður fyrir einkunnir í Innu að kvöldi fimmtudagsins 21. maí.  Brautskráning fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 23. maí kl. 13:00.  Allir velkomnir. Brautskráningarnemar mæta í íþróttahúsið kl. 11:30 til myndatöku.

30. apríl 2015 - 13:39

Það eru engin ný sannindi að góður námsárangur og heilbrigð íþróttaiðkun haldast í hendur. Þess eru fjölmörg dæmi að afreksfólk í íþróttum er jafnframt afreksfólk í námi. Ekki er ósennilegt að sá sjálfsagi sem íþróttamaðurinn þarf að temja sér til að ná árangri nýtist honum einnig í námi.

28. apríl 2015 - 11:15

Elín Ósk Björnsdóttir, Höfðaskóla varð í fyrsta sæti í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Menntaskólans á Tröllaskaga fyrir 9. bekki grunnskóla á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Úlfar Hörður Sveinsson, Árskóla varð í öðru sæti og þriðja sætinu deildu þau Ágústa Eyjólfsdóttir, Árskóla og Aron Ingi Ingþórsson, Húnavallaskóla. Stærðfræðikeppnin er samstarfsverkefni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Menntaskólans á Tröllaskaga. Undankeppnin fór fram í mars s.l. og tóku nemendur í 9. bekk af Norðurlandi vestra, úr Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 15 nemendur í úrslit. Það var glæsilegur hópur sem mætti einbeittur til leiks. Keppendur stóðu sig allir með afbrigðum vel og voru snöggir að svara prófinu.

Við óskum sigurvegurunum og keppendum öllum til hamingju með árangurinn