Framsækinn og fjölbreyttur framhaldsskóli

FNV er vinalegur skóli þar sem gott samband er á milli nemenda og starfsfólks. Einkunnarorð skólans eru vinnusemi, vellíðan og virðing. Við leggjum áherslu á góða þjónustu og stuðning við nemendur og að sem flestir geti fundið nám við hæfi. Hægt er að leggja stund á bóknám, iðnnám, starfsnám og fleira.

Nemendur í dagskóla sækja skólann á Sauðárkróki eða í dreifnámi á Blönduósi, Hvammstanga eða Hólmavík. Nemendur í fjarnámi geta stundað námið hvaðan sem er af landinu eða hvar sem er í heiminum.

Heimavist skólans er vel búin og herbergi eru nýuppgerð. Í mötuneytinu er lögð áhersla á hollan mat.

Nemendafélag skólans, NFNV, stendur fyrir öflugu félagslífi þar sem nemendur fá tækifæri til að rækta hæfileika sína.

Það er alltaf líf og fjör í FNV

Thumbnail
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra: Kynningarmyndband:

Myndband sem nemendur og kennari í kvikmyndagerð gerðu fyrir skólann.

Thumbnail
Söngkeppni FNV:

Söngkeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra fer fram föstudaginn 17. febrúar í sal skólans. Engu verður til sparað og verður ljósasjóv sem ekki hefur sést áður í þessari keppni og þó víða væri leitað. FeykirTV kíkti á æfingu hjá húsbandinu og spjallaði við Reyni Snæ gítaleikara og Pálma Geir forseta nemendafélagsins

Thumbnail
Viðtal við Þorkel Þorsteinsson aðstoðarskólameistara Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra:

Málþing, undir yfirskriftinni þátttaka er lífsstíll, á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ungmennafélags Íslands, Ungmennasambands Skagafjarðar var haldin á Sauðárkróki í gær. Málþingið,sem haldið var á sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var afar vel sótt af kennurum og nemendum grunn-og framhaldsskólans en um 200 manns voru á málþinginu. Ráðstefnustjóri var Ómar Bragi Stefánsson. 


Dagskrá málþingsins var fjölbreytt en það hófst á ávarpi Ástu Björgu Tómasdóttur sveitarstjóra sveitarfélagins Skagafjarðar. Þá kynnti ungmennaráð UMFÍ sína starfsemi og sá Halldóra Guðjónsdóttir fulltrúi í ráðinu um hana. Meðlimir björgunarsveit Skagafjarðar kynntu starfsemi sveitarinnar. 


Þá fór fram kynning á forvarnarstarfi og notkun á munntóbaki og hafði jafningjafræðslan umsjón með þessari kynningu undir handleiðslu Reynir Hans og Hólmfríði Gylfadóttur. Þá kynnti Hjörtur Ágústsson starfsmaður Evrópa unga fólksins verkefnið sem er styrkjaáætlun fyrir ungt fólk. María Björg Ingvadóttir sagði frá starfsemi Húsi frítímans á Sauðárkróki. Auk þess voru flutt tónlistaratriði. 


Að loknum þessum kynningum var þátttakendum málþingsins skipt í vinnuhópa sem voru eftirtaldir. Þátttaka er lífsstíll og var hópstjóri Kristbjörg Kemp. Staða og framtíð æskulýðsstarfs í Skagafirði og var hópstjóri Þorkell Þorsteinsson.Samstarf og tengsl stjórnvalda og æskulýðsstarfs þar sem Gunnar Sandholt stýrði umræðum í hópnum og loks fór fram umræða um Hús frítímans þar sem hópstjóri var María Björk Ingvadóttir. 


Mjög góð og lifandi umræða fór fram í vinnuhópunum þar sem umræða var m.a um stöðu ungs fólks í Skagafirði frá ýmsum sjónarhornum. Unga fólkið tók virkan þátt í umræðunni og koma fram margar skemmtilegar hugmyndir. Það kom samt skýrt fram hjá unga fólkinu að gott væri að búa í Skagafirði og margs konar æskulýðs- og íþróttastarf væri i boði á svæðinu.

Thumbnail
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra:

Flytjandi: Margrét Petra Ragnarsdóttir
Lag: Ómerkilegt krot

Myndir