Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
22. apríl 2014 - 14:57

Þann 5. april  lögðu Steinunn Hjartardóttir og Þorkell V. Þorsteinsson af stað með nemendurna; Önnu Lilju Sigurðardóttur, Benjamín Baldursson, Evu Margréti Hrólfsdóttur, Guðfinnu Sveinsdóttur og Ragnheiði Petru Ólafdóttur í viku ferðalag til Myjava Slóvakíu.  Nemendurnir tóku þar þátt í dagskrá með nemendum frá Finnlandi, Ungverjalandi, Tyrklandi og Slóvakíu.

22. apríl 2014 - 14:49

Haldinn var foreldrafundur í Hátæknimenntasetri FNV föstudaginn 11 apríl.  Tilgangur fundarins var að gefa foreldrum kost á að skoða aðstöðu í Hátæknimenntasetrinu og fá upplýsingar um stöðu mála eftir verkfall og hvernig námið hefur gengið á önninni. Það voru margir sem höfðu tök á að mæta til að kynna sér aðstöðuna og ræða við kennarana.

16. apríl 2014 - 10:05

Forkeppni Stærðfræðikeppni 9. bekkinga 2014 var haldin í mars. Keppnin er samstarfsverkefni FNV og MT við grunnskóla á Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvík. Að þessu sinni tóku um 170 nemendur þátt. 

Hér fara á eftir nöfn 15 efstu keppendanna í stafrófsröð:

7. apríl 2014 - 13:26

Nýtt skóladagatal var samþykkt á kennarafundi í morgun og búið er að uppfæra skóladagatalið sem birt er hér á heimasíðu skólans. Kennt verður einni viku lengur þannig að síðasti kennsludagur er föstudagurinn 9. maí og próf hefjast laugardaginn 10. maí. Hlekkur á nýja skóladagatalið er í flýtivalmyndinni hægra megin á heimasíðunni og einnig má sjá það hér.