Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
26. nóvember 2014 - 21:37

Á vorönn 2015 verður boðið upp á valáfangann RAUN103. Markmiðið með áfanganum er að kynna nemendur fyrir stafrænni gagnaúrvinnslu með aðstoð tölva og verður t.d. unnið með landupplýsingakerfi (GIS). Áfanginn verður tengdur við atvinnulífið og notast verður við raunveruleg mæligögn t.d. frá fyrirtækjum/stofnunum í nærumhverfi skólans hér í Skagafirði. Efni áfangans getur nýst nemendum á öllum námsbrautum enda kemur tölvuúrvinnsla og gagnavinnsla við sögu í flestum atvinnugreinum samfélagsins.

24. nóvember 2014 - 09:05

Innritun í fjarnám er frá 25. nóvember 2014 til 4. janúar 2015. Upplýsingar um námsframboð og námsgjöld eru á heimasíðu skólans undir umsóknir fyrir fjarnema. https://www.inna.is/innritun/

 

Allt fjarnám er án aldurstakmarkana (25 ára og eldri einnig velkomnir) Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svavarsdsóttir umsjónarmaður fjarnáms. sirry@fnv.is

20. nóvember 2014 - 15:43

Ég hef allan minn starfaldur starfað við hestamennsku. Ég flyt í Skagafjörð 1998 og hef búið þar og tamið og ræktað hross síðan ásamt manni mínum Birni Jónssyni. Vorið 2003 Útskrifast ég sem tamningamaður, þjálfari og reiðkennari frá Hólaskóla. Hef ég kennt hestamennsku síðan, bæði börnum og unglingum hér í Skagafirði og ýmis kennsluverkefni annars staðar. Árið 2004 tók ég við kennslu í FNV . Hef ég lengi haft þá ástríðu að vilja efla kennslu í hestamennsku hér í Skagafirði.

15. nóvember 2014 - 19:26

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fumsýndi fyrir fullum sal leikverkið Á tjá og tundri eftir Gunnar Helgason í Bifröst á Sauðárkróki síðastliðið fimmtudagskvöld. „Krakkarnir voru í skýjunum og skemmtu sér sjálf stórkostlega, það er svo gaman að leika fyrir góðan sal!“ segir Jóndís Inga Hinriksdóttir skemmtanastjóri NFNV um frumsýninguna.