Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
23. nóvember 2016 - 23:22

Boðið verður upp á almennan hluta náms fyrir verðandi iðnmeistara á vorönn og haustönn 2017, ef næg þátttaka fæst. Kennt verður skv. nýrri námskrá meistaraskóla. Um er að ræða nám með vinnu en nánari útfærsla verður ákveðin í samráði við nemendur. Kennt verður í gegnum dreifnámsbúðnað fyrir nemendur utan Skagafjarðar. Umsóknarfrestur er til 15. desember. Nánari upplýsingar veitir Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari í síma 455-8000. Skráning fer fram á skrifstofu skólans og í síma 455-8000.

Skólameistari.

21. nóvember 2016 - 15:23

Innritun í fjarnám fyrir vorönn 2017 er hafin og stendur innritunin til 4. janúar.

Nánari upplýsingar um fjarnám við FNV má finna á www.fnv.is/fjarnam og innritunin fer fram á www.inna.is/innritun

3. nóvember 2016 - 14:09

Tilnefningar til knapaverðlauna.
Valnefnd Landsambands Hestamannafélaga sú er tók að sér það verkefni að fara yfir árangur keppanda á liðnu keppnistímabili er tilbúin með tilnefningar í alla flokka. Þeir sem verða svo útnefndir í hverjum flokki verða að venju heiðraðir á Uppskeruhátíð hestamanna þann 5. nóvember auk þess sem ræktunarbúi ársins verða veitt verðlaun.
Ásdís Ósk Elvarsdóttir nemandi á hestabraut skólans hefur verið tilnefnd í flokknum efnilegasti knapi ársins 2016.
Landsamband hestamannafélaga setti líka af stað verkefni sem ber heitið afrekshópur ungra knapa.
Tilgangur verkefnissins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Stjórnandi hópsins er Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri ísl landsliðsins.
Gaman er að segja frá því að í hópinn voru valdir 3 af nemendum hestabrautar skólans þau.
Ásdís Ósk Elvarsdóttir
Viktoría Eik Elvarsdóttir
Guðmar Freyr Magnússon.
Skólinn óskar þessu afreksfólki og kennurum þeirra til hamingju með árangurinn.

25. október 2016 - 13:02

Auglýsing um sveinspróf

12. október 2016 - 14:37

Umsóknarfrestur vegna haustannar 2016 er til 15. október nk. og til 15. febrúar 2017 vegna vorannar 2017. Hægt er að sækja um báðar annirnar í einu. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn á "Mitt svæði" i gegnum lin.is eða island.is.​

11. október 2016 - 10:01

Fimmtudaginn 13.október fara fram skuggakosningar í framhaldsskólum landsins. Þeir sem mega kjósa eru annarsvegar nemendur undir 18 ára aldri (nemendur fæddir 30. október 1998 og síðar), og hinsvegar 18-21 árs (nemendur sem fæddir eru á bilinu 28. apríl 1995 til og með 29. október 1998).
Nemendur geta kosið frá kl. 9-16 í stofu 301.
Munið að mæta með persónuskilríkin.

4. október 2016 - 13:52

Menningarkvöld NFNV 2016 verður föstudaginn 7. október. Það verður haldið í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Húsið opnar kl 19:30 og dagskrá hefst kl 20:00 (athugið breyttan tíma).

Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Menningarkvöldsins: https://www.facebook.com/events/188816231545224/

4. október 2016 - 13:46

Fimmtudaginn 29. sept. fékk skólinn góða heimsókn nemenda 5. bekkjar Árskóla. Nemendurnir komu í fylgd kennara sinna, þeirra Arnfríðar Arnardóttur og Hólmfríðar Guðmundsdóttur. Að lokinni heimsókn í bóknámshús skólans hélt hópurinn í Hátæknimenntasetur FNV þar sem nemendunum gafst færi á að kynna sér tæki og tól sem áttu hug þeirra allan.
Skólinn þakkar þessum frábæra hóp fyrir heimsóknina og vonast til að sjá hann í hópi nemenda skólans þegar þar að kemur.