Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
23. júní 2015 - 15:37

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskar nemendum sínum og starfsfólki ánægjulegs sumars og minnir á að skólinn verður settur sunnudaginn 23. ágúst kl. 17:00 og kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 24. ágúst. Töflubreytingar fara fram mánudag og þriðjudag 24.-25. ágúst.

23. júní 2015 - 15:35
19. júní var haldinn hátíðlegur í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem þess var m.a. minnst að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Konur í framvarðasveit kvenna í Skagafirði fluttu ávörp og hvöttu kynsystur sínar til dáða.

Í þeirra hópi var Iðunn Helgadóttir, nýkjörinn forseti nemendafélags NFNV. Iðunn stóð sig með mikilli prýði og sýndi hvað í henni bjó. Starfsfólk og stjórnendur FNV óska henni til hamingju með frammistöðuna og hlakka til að vinna með henni og öðru stjórnarfóki í NFNV næsta vetur.

16. júní 2015 - 13:26

Nemandi skólans, Þórsteinn Arnar Rúnarsson, lést laugardaginn 13. júní. Þórsteinn Arnar var nemandi á starfsbraut skólans síðastliðin tvö ár. Við sendum fjölskyldu og aðstandendum Þórsteins innilegar samúðarkveðjur.

Stjórnendur og starfsfólk FNV

23. maí 2015 - 15:50

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 36. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 23. maí að viðstöddu fjölmenni.  Alls brautskráðust 68 nemendur.