Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
18. ágúst 2016 - 08:55

Innritun í fjarnám er stendur yfir og lýkur sunnudaginn 25. ágúst. Innritun fer fram á heimasíðu skólans www.fnv.is eða á slóðinni: https://www.inna.is/innritun/. Hægt er að sjá framboð áfanga á heimsíðu skólans undir hlekknum Áfangar í boði.

8. ágúst 2016 - 09:49
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur á sal Bóknámshúss skólans mánudaginn 22. ágúst kl. 18:00. Stundaskrár nemenda verða þá aðgengilegar í INNU. Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst kl. 08:00. Heimavist skólans opnar kl. 13:00 mánudaginn 22. ágúst.  Töflubreytingar fara fram kl. 09:00-18:00 á þriðjudag og miðvikudag. 
Foreldrar nýnema eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Aðalfundur foreldrafélags skólans verður haldinn að lokinni skólasetningu.
8. júní 2016 - 08:34

Spennandi nám í hestamennsku við FNV.

31. maí 2016 - 09:55
Í síðustu viku fóru kennarar og nemendur úr málmtækni og vélstjórnarbraut til Belgíu til þess að leggja lokahönd á Erasmus+ verkefni. Verkefnið heitir Additive Manufacturing, adding high-tech in education. Það voru skólar frá fimm löndum sem tóku þátt í verkefninu: Belgíu, Íslandi, Noregi, Tékklandi og Þýskalandi. Verkefnið stóð í tvö ár og gekk út á að vinna með þrívíddar prentun og teikniforrit. Stór hluti verkefnisins gekk einnig út á samskipti milli þátttakenda og lærðu nemendur mikið á þeim þætti verkefnisins​.