Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
16. apríl 2014 - 10:05

Forkeppni Stærðfræðikeppni 9. bekkinga 2014 var haldin í mars. Keppnin er samstarfsverkefni FNV og MT við grunnskóla á Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvík. Að þessu sinni tóku um 170 nemendur þátt. 

Hér fara á eftir nöfn 15 efstu keppendanna í stafrófsröð:

7. apríl 2014 - 13:26

Nýtt skóladagatal var samþykkt á kennarafundi í morgun og búið er að uppfæra skóladagatalið sem birt er hér á heimasíðu skólans. Kennt verður einni viku lengur þannig að síðasti kennsludagur er föstudagurinn 9. maí og próf hefjast laugardaginn 10. maí. Hlekkur á nýja skóladagatalið er í flýtivalmyndinni hægra megin á heimasíðunni og einnig má sjá það hér.

5. apríl 2014 - 17:41

Í gær var undirritaður kjarasamningur milli fjármálaráðherra og Kennarasambands Íslands. Kennsla í dagskóla hefst mánudaginn 7. apríl, samkvæmt stundaskrá. Nýtt skóladagatal verður birt á heimasíðu skólans eftir hádegi á mánudaginn.

17. mars 2014 - 14:48

Verkfall félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hófst á miðnætti. Skrifstofa, bókasafn, dreifnámsstofur, heimavist og mötuneyti skólans eru opin þrátt fyrir verkfall. Ég hvet nemendur til að nýta sér bókasafnið og dreifnámsstofur til að halda áfram námi. Gangi ykkur vel!

Skólameistari