Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
8. júní 2016 - 08:34

Spennandi nám í hestamennsku við FNV.

31. maí 2016 - 09:55
Í síðustu viku fóru kennarar og nemendur úr málmtækni og vélstjórnarbraut til Belgíu til þess að leggja lokahönd á Erasmus+ verkefni. Verkefnið heitir Additive Manufacturing, adding high-tech in education. Það voru skólar frá fimm löndum sem tóku þátt í verkefninu: Belgíu, Íslandi, Noregi, Tékklandi og Þýskalandi. Verkefnið stóð í tvö ár og gekk út á að vinna með þrívíddar prentun og teikniforrit. Stór hluti verkefnisins gekk einnig út á samskipti milli þátttakenda og lærðu nemendur mikið á þeim þætti verkefnisins​.
28. maí 2016 - 15:28

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 37. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 28. maí að viðstöddu fjölmenni.  Alls brautskráðust 72 nemendur.

26. maí 2016 - 10:59
Sveinspróf í húsasmíði var haldið í Hátæknimenntasetri FNV helgina 20. - 22. maí síðastliðinn í húsnæði Tréiðnadeildar. Þrír fyrrverandi nemendurþreyttu prófið, sem gekk í alla staði vel. Þeir eru; Aron Pétursson, Hjörtur Karl Einarsson og Jón Dagur Gunnlaugsson. Skólinn óskar þeim til hamingju með áfangann.