Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
12. október 2016 - 14:37

Umsóknarfrestur vegna haustannar 2016 er til 15. október nk. og til 15. febrúar 2017 vegna vorannar 2017. Hægt er að sækja um báðar annirnar í einu. Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn á "Mitt svæði" i gegnum lin.is eða island.is.​

11. október 2016 - 10:01

Fimmtudaginn 13.október fara fram skuggakosningar í framhaldsskólum landsins. Þeir sem mega kjósa eru annarsvegar nemendur undir 18 ára aldri (nemendur fæddir 30. október 1998 og síðar), og hinsvegar 18-21 árs (nemendur sem fæddir eru á bilinu 28. apríl 1995 til og með 29. október 1998).
Nemendur geta kosið frá kl. 9-16 í stofu 301.
Munið að mæta með persónuskilríkin.

4. október 2016 - 13:52

Menningarkvöld NFNV 2016 verður föstudaginn 7. október. Það verður haldið í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Húsið opnar kl 19:30 og dagskrá hefst kl 20:00 (athugið breyttan tíma).

Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Menningarkvöldsins: https://www.facebook.com/events/188816231545224/

4. október 2016 - 13:46

Fimmtudaginn 29. sept. fékk skólinn góða heimsókn nemenda 5. bekkjar Árskóla. Nemendurnir komu í fylgd kennara sinna, þeirra Arnfríðar Arnardóttur og Hólmfríðar Guðmundsdóttur. Að lokinni heimsókn í bóknámshús skólans hélt hópurinn í Hátæknimenntasetur FNV þar sem nemendunum gafst færi á að kynna sér tæki og tól sem áttu hug þeirra allan.
Skólinn þakkar þessum frábæra hóp fyrir heimsóknina og vonast til að sjá hann í hópi nemenda skólans þegar þar að kemur.

4. október 2016 - 11:35

Nemendur í sjónlist við FNV fóru í vettvangsferð í NES listamiðstöð á Skagaströnd. Nýsköpunar- og tæknibraut FNV er í samstarfi við NES listamiðstöð um að byggja brú á milli myndlistarstofu listamannsins og kennslustofu nemandans, en verkefnið hófst í haust.
Nemendurnir fengu tækifæri til að skoða verk og spjalla við alþjóðlega listamenn sem dvelja á Skagaströnd við listsköpun í nokkra mánuði. Þess má geta að RÚV var á staðnum að taka upp efni sem verður sýnt í Landanum.
Á heimleiðinni var stoppað til að skoða og upplifa fegurð nátturunnar og fá listrænan innblástur fyrir framtíðina.

4. október 2016 - 11:29

Mikið hefur verið að gera hjá útivistarhópi FNV.
Fimmtudaginn 15. september fór hópurinn í flúðasiglingu í Jökulsá vestari og er óhætt að segja að þátttakendur hafi skemmt sér hið besta.
Hópurinn lagði svo í sína aðra fjallgöngu miðvikudaginn 28. september en áður hafði hópurinn lagt Tindastólinn undir fót. Að þessu sinni var haldið heim að Hólum og fetað í fótspor Guðmundar góða sem leið liggur frá Hólastað upp að Gvendaraltari í Hólabyrðu. Veðrið var eins og best verður á kosið og komust allir á leiðarenda og héldu heim á leið glaðir í bragði eftir vel heppnaða gönguför.

4. október 2016 - 11:28

Nemendur í Sjónlist við FNV fengu í síðustu viku tækifæri til að teikna mannslíkamann eftir lifandi fyrirmynd. Mannslíkaminn hefur verið eitt helsta viðfangsefni vestrænnar myndlistar frá upphafi en í því sambandi má nefna Kringlukastarann eftir Myro frá 460 f.Kr. Það verk er eitt fyrsta dæmið um hvernig hlutföll og form tengjast fegurðaskilningi. Nærtækara dæmi er svo höggmyndalist Ásmundar Sveinssonar (1893-1982).

4. október 2016 - 11:26

Sjónvarpsstöðin N4 var með þátt um dreifnámið á Hvammstanga sem sjá má hér að neðan.