Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
26. júní 2014 - 10:57

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki óskar eftir að ráða umsjónarmann dreifnáms í Strandabyggð með aðsetur á Hólmavík. Ekki þarf að sækja um á sérstöku umsóknareyðublaði en umsókn þarf að fylgja afrit af prófskírteini og yfirlit um fyrri störf. Umsókn skal senda til skólameistara (ingileif@fnv.is).

11. júní 2014 - 09:58

Viltu stunda iðnnám í einhverri af eftirtöldum greinum?

-Húsasmíði
-Vélvirkjun  
-Vélstjórn A og B
-Rafvirkjun

Ef svo er, þá eru örfá pláss laus. Hagkvæm og heimilisleg heimavist í boði.

Upplýsingar í síma 455-8000 og á fnv@fnv.is.

23. maí 2014 - 14:41

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í 35. sinn  laugardaginn 24. maí að viðstöddu fjölmenni.  Alls brautskráðust 53 nemendur.                                                                                                                           

23. maí 2014 - 10:38

Brautskráning FNV fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 24. maí.  Athöfnin hefst kl. 13:00.  Gengið er inn að norðanverðu við íþróttavöllinn. Allir velkomnir.