Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
23. maí 2016 - 08:36
Skólaslit Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fara fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, laugardaginn 28. maí kl. 13:00. Brautskráningarnemar mæta til myndatöku í íþróttahúsinu kl. 11:30. Allir velkomnir.

Opnað verður fyrir einkunnir í Innu miðvikudaginn 25. maí kl. 16:00 og prófsýning fer fram föstudaginn 27. maí kl. 09:00-10:00.
10. maí 2016 - 13:27

Nemendur hestabrautar FNV bjóða ykkur hjartanlega velkomin á lokasýningu þeirra. Komið og kynnið ykkur nýjar og spennandi brautir.
Hestaliði 2 ár.
Hestamennska til stúdentsprófs 3 ár.
Föstudaginn 13. maí kl. 17 til 18.
Sýningin verður í reiðhöllinni Svaðastöðum.

4. maí 2016 - 09:19

Nemendur Nýsköpunar-og tæknibrautar FNV bjóða ykkur hjartanlega velkomin á lokasýningu þeirra
miðvikudaginn 4. maí kl. 10-13.
Sýningin verður á 1. hæð bóknámshússins.
Léttar veitingar í boði.
Hlökkum til að sjá ykkur.

3. maí 2016 - 14:40

Mánudaginn 25. apríl kynntu nemendur í Fisktækninámi við FNV lokaverkefni sín í rekstrarhagfræði þar sem nemendur nýttu sér kunnáttu úr öðrum áföngum námsins. Nemendur hafa stundað nám  í áfanganum á yfirstandandi vorönn undir dyggri leiðsögn Helga Freys Margeirssonar. Námið er samstarfsverkefni FNV, Farskólans, Fistækniskóla Íslands og Fisk Seafood en þetta er í fyrsta skipti sem þetta nám er í boði í umsjón þessara aðila. Vonast er til að nýr hópur hefji nám næsta haust.