Flýtileiðir
Nýjustu Fréttir
16. september 2014 - 15:05

Golfmót FNV var haldið í þriðja sinn mánudaginn 15. september. Nemendur kepptu á móti starfsmönnum í 9 holu keppni. Það er skemmst frá því að segja að keppnin var æsispennandi en nemendur sigruðu lið starfsfólks að lokum með sjö punkta mun.

16. september 2014 - 09:39

Fyrrum skiptinemi við skólann Hannah Kent, höfundur bókarinnar Burial Rites, hefur dvalið hér á landi að undanförnu til að fylgja eftir útgáfu á íslenskri þýðingu bókarinnar sem nefnist Náðarstund. Hannah var nemandi við skólann á vorönn og haustönn 2003 og kynntist á þeim tíma sögunni af Natani Ketilssyni og Agnesi Magnúsdóttur en sú saga varð kveikjan að bók hennar sem hefur verið þýdd á fleiri en 20 tungumál, nú síðast á íslensku. Sjá nánar á: http://www.forlagid.is/.

Skólinn óskar Hönnuh til hamingju með bókina og velgengni hennar á ritvellinum. 

9. september 2014 - 15:55

Formleg setning fisktæknináms fór fram í Farskólanum á Sauðárkróki mánudaginn 8.september. Námið er á vegum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Farskólans og FISK Seafood ehf. í samvinnu við Fisktækniskóla Íslands.

Nítján nemendur hefja nú nám í fisktækni og er námið skipulagt sem tveggja ára nám samhliða vinnu. Náminu lýkur með framhaldsskólaprófi og starfsheitinu fisktæknir. Nemendur hafa möguleika á að bæta við sig viðbótarnámi til stúdentsprófs ef áhugi er fyrir hendi.

Mikill áhugi og jákvæðni einkennir hópinn og virðast allir spenntir að takast á við námið.

5. september 2014 - 08:21

Enn er hægt að bæta við nemendum i fyrri hluta inðmeistaranáms.  Kennsla hefst mánudaginn 8. sept.  Kennt er fjögur kvöld í viku kl. 17:30-22:00.  Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans og í síma 455-8000.