Námsráðgjafi starfar við skólann og er með skrifstofu í bóknámshúsi.  Nemendur geta pantað viðtal hjá námsráðgjafa með því að hafa samband við skrifstofu eða beint við námsráðgjafa.  Námsráðgjafi stendur vörð um velferð nemenda, styður þá og liðsinnir í þeim málum er varða nám þeirra og skólavist. Þjónusta sem nemendum stendur til boða er meðal annars:

- Ráðgjöf um náms- og starfsval

- Ráðgjöf vegna persónulegra vandamála

- Upplýsingagjöf um nám

- Áhugasviðspróf

- Ráðgjöf um vinnubrögð í námi

- Aðstoð í málefnum fatlaðra í samvinnu við sérkennara

- Milliganga um aðstoð sérfræðinga vegna sérþarfa

- Aðstoð við nemendur með námsörðugleika

- Leiðbeiningar um sérúrræði á prófatíma