Komin er föst hefð á það að á hverju hausti setji leiklistarhópur FNV upp leikverk. Yfirleitt er ráðinn utan að komandi leikstjóri til að stýra aðgerðum og stilla saman strengi. Áhersla er lögð á, að allir sem áhuga hafa, fái tækifæri til að taka þátt í uppsetningunni, enda eru verkefnin og hlutverkin mörg og mismunandi sem þarf að leysa við uppsetningu á hverju og einu leikverki.

Ferlið er alltaf afar skemmtilegt og myndast jafnan mjög samheldinn og þéttur hópur af hressum krökkum sem eru tilbúnir að leggja töluvert á sig til að árangurinn megi verða sem bestur.