Allir nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hafa aðgang að þjónustu félagsráðgjafa. Félagsráðgjafi er með skrifstofu inni á bókasafni í bóknámshúsi skólans.

Félagsráðgjafi FNV er:

Aðalbjörg Hallmundsdóttir, netfang: adalbjorg@fnv.is

Nemendur geta pantað viðtal hjá félagsráðgjafa með því að panta tíma í gegnum Innu, hafa samband við skrifstofu skólans eða haft beint samband við félagsráðgjafa.

Félagsráðgjöf er persónuleg ráðgjöf við nemendur og fer fram í trúnaði.

Starfssvið félagsráðgjafa

Persónuleg ráðgjöf/samtal: Ráðgjöf og samtal við nemendur og foreldra sem eiga í félagslegum-, námslegum og/eða tilfinningalegum vanda. Það gæti verið um einelti, samskiptavanda, hegðunarvanda, kvíða, feimni, brotina sjálfsmynd, ofbeldi og fátækt. Allt sem skapað getur vanlíðan, óöryggi og vakið spurningar.

Að vinna markvisst og á lausnamiðaðan hátt með styrkleika nemenda.

Skólaráðgjöf:

Ráðgjöf við nemendur sem eiga í námstengdum vanda, til dæmis vegna mætinga og eru í brottfallshættu.

Forvarnir:

Félagsráðgjafi leggur, í samráði við skólastjórnendur, áherslu varðandi forvarnir hverju sinni og tekur þátt í mótun forvarna- og heilsueflandi áætlana.

Þverfagleg samvinna:

Samvinna við aðila innan skóla og utan sem tengdir eru málefnum einstakra nemenda og/eða nemendahópa.

Mótun og þróun úrræða:

Félagsráðgjafi metur þörf fyrir úrræði, mótun og þróun þeirra úrræða sem beitt er hverju sinni og árangur.

Ráðgjöf við skólastjórnendur og kennara:

Ráðgjöf vegna einstakra nemenda og nemendahópa, um samsetningu nemendahópa innan skólans, skólabrag og handleiðslu einstakra starfsmanna.

Foreldraráðgjöf:

Ráðgjöf við foreldra sem þurfa uppeldisráðgjöf eða aðra ráðgjöf sem tengist hagsmunum og líðan nemenda.