Brautin er 120 feiningar og lýkur með framhaldsskólaprófi á 2. hæfniþrepi. Meginmarkmið brautarinnar eru annars vegar að búa nemendur undir störf aðstoðarmanna í kvikmyndagerð og hins vegar að búa nemendur undir frekara nám í kvikmyndagerð og skyldum greinum, s.s. fjölmiðlafræði, grafískri hönnun og auglýsingagerð. Á brautinni er lögð áhersla á fjölbreytni í kvikmyndagreinum s.s. kvikmyndarýni, handritsgerð, sviðshönnun og lýsingu, kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu og hljóðsetningu. Einnig er lögð áhersla á samvinnu við atvinnulífið, einkum við starfandi framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð.

Forkröfur

Inntökuskilyrði á brautina er að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi eða sambærilegu prófi.

Skipulag

Í brautarkjarna eru 65 feiningar og í almennum greinum 35 feiningar. Frjálst val er 20 feiningar. Námstími er 2 ár ef miðað er við námsframvindu 30 feiningar á önn. Bóklegi hluti námsins fer fram í húsnæði skólans en verklegi þátturinn er kenndur á tökustað og í klippirými, undir leiðsögn fagaðila.

Námsmat

Hverri önn er skipt í tvo hluta og fer námsmat fram á hvorum hluta fyrir sig. Á brautinni er lögð áhersla á fjölbreyttar kennslu- og námsmatsaðferðir.

Reglur um námsframvindu

Til að útskrifast af brautinni þarf nemandi að ljúka a.m.k.120 feiningum. Lágmarkseinkunn til að ljúka áfanga er 5. Kröfur um skólasókn eru tíundaðar í skólanámskrá.

Hæfniviðmið

  • þekkja helstu grunnatriði kvikmyndagerðar og færni og leikni til að nýta þá þekkingu í starfi aðstoðarmanns sérhæfðra kvikmyndagerðarmanna.
  • að rita handrit að stuttri kvikmynd ásamt tökuáætlun og útdrætti á efni myndarinnar
  • framkvæma alla helstu verkþætti kvikmyndaupptöku, klippingar og lokafrágang samkvæmt námsferilsbók.
  • geta með sjálfstæðum vinnubrögðum lagt mat á og skipulagt einstaka verkferla i kvikmyndagerð.
  • kunna skil á helstu hugtökum og tækjum sem notuð eru við upptöku kvikmyndaefnis á tökustað innan húss og utandyra.
  • hafa þekkingu, færni og vald á að vinna ítarefni, kynningarefni, útdrátt og stiklur fyrir styttri kvikmyndaverk fyrir kvikmyndahátíð.
  • hafa þekkingu og vald á að gera tökuáætlun að kvikmyndaverki og færni og leikni til að skila því til þeirra fagaðila er þurfa að vinna eftir tökuáætlun á tökustað
  • hafa þekkingu á uppröðun kvikmyndaefnis í klippiforriti og færni og leikni til að skila því sem kvikmyndaverki í formi stuttmynda, heimildarmynda, frétta eða auglýsinga.
  • hafa þekkingu og vald á góðri umgengni á tökustað og við frágang og viðskilnað eftir að kvikmyndatökum er lokið.

Skipting á annir

Kjarni

Almennur kjarni: 35 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Danska DANS 2LS05 0 5 0
Enska ENSK 2OT05 0 5 0
Íslenska ÍSLE 2MB05 0 5 0
Íþróttir ÍÞRÓ 1NA01 1NB01 1NC01 3 0 0
Lífsleikni LÍFS 1FL02 2 0 0
Saga SAGA 1KV05 5 0 0
Stærðfræði STÆR 2AF05 0 5 0
Upplýsingatækni UPPT 1UT05 5 0 0
Einingafjöldi 35 15 20 0
Brautarkjarni: 65 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Kvikmyndagerð KVMG 1HA05 1KV05 2KL05 2KT05(KG) 2HE05 2LÝ05 2FK05 2VT05 3LO05 3TU05 10 30 10
Kvikmyndasaga KVIS 2LI05 0 5 0
Nýsköpun NÝSK 1SJ05_3 0 5 0
Sálfræði SÁLF 1KV05 5 0 0
Einingafjöldi 65 20 35 10

Frjálst val

Frjálst val: 20 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
      0-15 5-20 0-2
Einingafjöldi 20 0-15 5-20 0-2