Verklagsreglur vegna beiðna um undanþágu frá námi í einstökum námsgreinum

Nemandi sem óskar eftir undanþágu frá námi í einstökum námsgreinum sendir formlega ósk um undanþágu til skólameistara.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:

  1. Staðfesting sérfræðings á fötlun, langvinnum veikindum og/eða sértækum námsörðugleikum sem leiða til þess að nemandinn geti ekki náð tökum á námsefni viðkomandi námsgreinar.
  2. Staðfesting á að umsækjandinn hafi endurtekið stundað nám í viðkomandi námsgrein á framhalsskólastigi án þess að uppfylla lágmarkskröfur.
  3. Sé umsækjandi 23ja ára eða eldri skal hann sýna fram á að hann hafi nýtt sér úrræði sem standa fullorðnum einstaklingum til boða í námi í viðkomandi námsgrein.

Sjá nánar um skilyrði fyrir undanþágum í kafla 16.1 í aðalnámskrá framhaldsskóla.

12.02.2024

Ingileif Oddsdóttir, skólameistari.