Minnispunktar fyrir nemendur á hestabraut

Nemendur hestabrautar þurfa að koma með sinn nemandahest og allan búnað. Nemendur sem sækja nám í hestamennsku við skólann geta leigt pláss fyrir hestinn sinn í hesthúsi skólans. Sjá nánar á https://www.fnv.is/is/thjonusta/adstada-i-skolanum/adstada-fyrir-hestabraut

Hesturinn:

  • Hesturinn þarf að hafa góðar grunngangtegundir þ.e. fet, brokk og stökk.
  • Tölt þarf að vera fyrir hendi, taktgott og öruggt. Það þarf að vera aðgengilegt en ekki er krafist yfirferðar á tölti.
  • Mikilvægt er að hesturinn sé þjáll í beisli og spennulaus.
  • Æskilegt er að hesturinn sé orðin 7 vetra eða eldri.
  • Æskilegt er að hesturinn hringteymist og kunni að vikja undan fæti.
  • Nemandi skal vera með sama hestinn út önnina og í öllum verklegum prófum.
  • Ef nemandi þarf að skipta um hest skal það gert í samráði við kennara og eða dýralækni.

Nauðsynlegur búnaður:

  • Hnakkur.
  • Beisli með hringamélum.
  • Enskur og þýskur reiðmúll.
  • Pískur.
  • Snúrumúll.
  • Vaður / Mjúkur spotti.
  • Einfaldur hringtaumur.
  • Hringtaumspískur.

Mjög mikilvægt er á þessum stigum að nemandi vinni vel í sjálfum sér og sínum hesti. Þjálfa þarf hestinn að lágmarki fimm sinnum í viku og halda vel utan um fóðrun, hirðingu og þjálfun. Þessir þættir eru nauðsynlegir til árangurs í þessari grein.

Námsgögn:

Bækur knapamerkjanna. Hestur og búnaður.
Upplýsingar um knapamerkin og verkleg próf má nálgast á heimasíður knapamerkjanna www.knapamerki.is