Nemendur sem sækja nám í hestamennsku við skólann geta leigt pláss fyrir hestinn sinn í hesthúsi skólans. Hesthús skólans er rúmgott hús sem getur hýst 12 hesta í stíum. Aðstaða til að viðra hestana er í gerði tengdu húsinu. Í húsinu er aðstaða til að geyma reiðtygi og allan búnað sem tengist hestunum. Þar er einnig kaffistofa, aðstaða til kennslu um fóðrun og alla umhirðu hestana og salernisaðstaða.

Útiaðstaða skólans til þjálfunar er mjög góð. Hesthúsið er staðsett á félagssvæði Skagfirðings, Flæðigerði, þar sem eru fjölbreyttar reiðleiðir ásamt keppnisvelli og skeiðbraut.

Verkleg kennsla fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum.

Yfir vetrartíman er öflugt starf á svæðinu, s.s. reiðnámsskeið og keppnir í hestaíþróttum.

Gjald fyrir einn hest er kr. 42.000,- á mánuði sendir skólinn greiðsluseðil fyrir gjaldinu.

Innifalið í leigugjaldinu er:

  • Leiga á stíuplássi
  • Hey
  • Spænir
  • Steinefni
  • Saltsteinn

Nemendur sjá sjálfir um gjafir og hirðingu hestana.

Umsókn um hesthúspláss

Frekari upplýsingar veitir Arndís B Brynjólfsdóttir, deildarstjóri hestabrautar.

arndis@fnv.is