Frábær árangur stúdents frá FNV

Í gær var styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands úthlutað til 28 nemenda úr 16 framhaldsskólum víðsvegar að af landinu. Er þetta í tíunda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. 
Lesa meira

Laus pláss á iðnnámsbrautum í FNV

Enn eru laus pláss á eftirtöldum námsbrautum: *Húsasmíðabraut *Rafvirkjun * Vélvirkjun *Vélstjórn Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Lesa meira

Sumarlokun skrifstofu FNV

Skrifstofa FNV verður lokuð frá og með 23. júní og opnar aftur 10. ágúst. Hægt er að ná í skólameistara Ingileif Oddsdóttur í síma 866-3698, netfang ingieif@fnv.is og Þorkel V. Þorsteinsson í síma 894-7484, netfang keli@fnv.is.
Lesa meira

Skólaslit FNV 27. maí 2017

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 38. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 27. maí að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 75 nemendur frá skólanum.
Lesa meira

Einkunnir, prófsýning og brautskráning 2017

Einkunnir nemenda verða aðgengilegar í INNU þriðjudaginn 23. maí kl. 12:00. Prófsýning verður föstudaginn 26. maí kl. 9:00 - 10:00. Brautskráning verður í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 27. maí kl. 13:00. Nemendur mæta í myndatöku eigi síðar en kl. 11:30. Daginn fyrir útskrift verður æfing í íþróttahúsinu kl. 13:30, þar sem farið verður yfir helstu atriði.
Lesa meira

Almennar prófreglur

Almennar prófreglur 1.Nemendur skulu mæta tímanlega til prófs. Á göngum Bóknámshúss er tilkynnt á töflum hvar próf fara fram. 2.Próftími er 90 mínútur. 3.Nemendur mega ekki yfirgefa prófstofu fyrr en 45 mínútur eru liðnar af próftímanum. 4.Geti nemandi ekki mætt til prófs vegna veikinda, skal hann tilkynna það áður en próf hefst og skila læknisvottorði eins fljótt og mögulegt er. 5.Nemendum er óheimilt að hafa töskur með sér í próf, sama gildir um síma, lófatölvur og önnur slík tæki, líka þó slökkt sé á þeim. Yfirsetumenn munu skoða í pennaveski og fletta leyfilegum hjálpargögnum. 6. Verði nemandi uppvís að því að hafa rangt við í prófi eða verkefni sem gildir til lokaeinkunnar, varðar það ógildingu prófs eða verkefnis.
Lesa meira

Próftafla vor 2017

Lesa meira

Samningur um íþróttaakademíu í körfubolta endurnýjaður

Föstudaginn 24. mars var samningur FNV og körfuboltadeildar U.M.F.Tindastóls um íþróttaakademíu í körfubolta endurnýjaður með undirskrift skólameistara, Ingileifar Oddsdóttur og Stefáns Jónssonar, formanns körfuboltadeildarinnar. Blómlegt íþróttalíf er framundan í skólanum því auk íþróttaakademíunnar í körfubolta verður starfrækt íþróttaakademía í knattspyrnu.
Lesa meira

Val: spænska

Spænsku 1(SPÆN1AG05) og spænsku 3 (SPÆN1AV05) var bætt við áfanga í boði í vali fyrir haustönn 2017.
Lesa meira

Drög að próftöflu

Drög að próftöflu hafa verið birt á heimasíðunni. Endanleg próftafla verður birt 31. mars.
Lesa meira