NÝSK1MH03_5 - Matvælahönnun

matvælahönnun

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Nemendum gefst kostur á að vera í samstarfi við bændur, verslanir eða framleiðslufyrirtæki um frumkvöðlastarf innan matvælageirans. Að nemendur búi yfir færni og þekkingu til þess að geta unnið með hin ýmsu matvæli í tengslum við hönnun. Geta notfært sér það við útfærslur í vinnu þeirra í áfanganum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvaða matvæli eru helst notuð og í hvaða tilgangi
  • kostum og göllum hinna ýmsu matvælategunda
  • Þekkingu á algengum samsetningum
  • getu og takmörkum mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til efnisvals
  • aðferðum sem hafa að markmiði að bæta nýtingu hráefna, sem og förgun sorps

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina kosti og galla þeirra matvæla sem unnið er með
  • geta skipulagt og framkvæmt eigin hugmynd
  • bera ábyrgð á efnisvali og annast birgðahald þeirra efna sem nota skal við framkvæmdina
  • velja viðeigandi áhöld og tækjabúnað með tilliti til framkvæmdarinnar

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta komið hugmynd sinni á framfæri með því að búa til mismunandi samsetningar
  • greina orsakir galla sem fram koma í framkvæmd og mælt fyrir um aðgerðir til endurbóta
  • geta notfært sér nær umhverfi sitt til efnisvals í verkefni sín
Nánari upplýsingar á námskrá.is