UPPT1TS04 - Upplýsingatækni með áherslu á tölvupóstsamskipti

Tölvupóstsamskipti

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla verður á að búa til tölvunetfang og að senda tölvupóst. Farið verður í ritun á ýmsum tegundum af tölvupósti og muninum á formlegum og óformlegum texta í tölvupóstsamskiptum. Skoðaðar verða ýmsar samskiptareglur tengdar tölvupóstsamskiptum t.d. hvað hástafir í texta geta þýtt og greinarmerki. Einnig er komið inn á hvernig tölvupósti við ættum ekki að svara og rætt um allskyns hættur sem mikilvægt er að varast.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • að tölvur eru stór hluti af lífi okkar
  • mikilvægi þess að fylgja ákveðnum umgengisreglum
  • mikilvægi þess að vanda tölvusamskipti eins og önnur samskipti, því að það er ekki allt satt og rétt sem sett er á veraldarvefinn

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að nýta sér netið á öruggan og ánægjulegan hátt
  • Útbúa og nota sitt eigið netfang
  • tjá sig í rituðu máli
  • nýta sér leiðréttingarforrit þegar ritaður er tölvupóstur

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • að nýta sér tölvupóst sem einn af mörgum samskiptamátum
  • lesa í og/eða nýta sér upplýsingar sem koma fram á síðum eins og saft og öðrum síðum sem kenna örugga netnotkun
  • lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
Nánari upplýsingar á námskrá.is