STÝR1GA05 - Stýritækni grunnnáms A

PLC tölvur, Stýringar, ladder, rökrásir, segulrofar, tímaliðar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í þessum áfanga er fjallað um grunnvirkni og notkun rofa og segulliða, rofa- og snertitækni kynnt. Fjallað er um virkni og notkun segulliða í stýrirásum og kraftrásum og tímaliða í stýrirásum. Farið er í undirstöðuatriði við gerð á einlínu- og fjöllínumyndum svo og tákn og staðla sem notaðir eru við gerð teikninga fyrir segulliðastýringar. Mikilvægt er að nemendur kynnist tölvuforriti til teikninga á rásum segulliða. Áhersla er lögð á verkefnavinnu og verklegar æfingar þar sem nemendur brjóta verkefni til mergjar, tengja, prófa og mæla og taka saman niðurstöður. Einnig er lögð áhersla á að nemendur nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • einfaldri gerð rofa og segulliða.
  • virkni og uppbyggingu segulliða.
  • virkni og gerð tímaliða, seinn inn og seinn út.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa einfaldar einlínu- og fjöllínuteikningar.
  • hanna minni og einfaldar rofa- og segulliðastýringar.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tengja einfaldar stýrirásir.
  • nota mælitæki fyrir einfaldar stýrirásir
Nánari upplýsingar á námskrá.is