Söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin laugardaginn 13. apríl. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending klukkan 20:55. Fulltrúi FNV er Ásbjörn Edgar Waage. Hann mun syngja lagið Last in Line eftir Dio eins og hann gerði eftirminnilega í FNV keppninni nú í febrúar. Úrslitin eru í höndum dómnefndar og þjóðarinnar, en með símakosningu er hægt að taka þátt í valinu um sigurvegara. Söngkeppni framhaldsskólann er nú haldin í 28. sinn og það eru 27 framhaldsskólar sem taka þátt í keppninni. Dómnefnd skipa Birgitta Haukdal, Björgvin Halldórsson og Bríet.
Lesa meira

Innritun í framhaldsskóla stendur yfir

FNV minnir á að innritun í framhaldsskóla stendur nú yfir. Lokainnritun fyrir nemendur sem eru að ljúka 10. bekk stendur yfir frá 6. maí - 7. júní. Innritun eldri nemenda er frá 7. apríl til 31. maí
Lesa meira

Próftafla vor 2019

Próftafla vors 2019 hefur verið birt á heimasíðu skólans. - Próftími er 90 mínútur - Veikindi þarf að tilkynna fyrir próf í síma 4558000. - Kynnið ykkur prófreglur á heimasíðu skólans - Séróskir þurfa að bera námsráðgjafa með góðum fyrirvara - Óskir fjarnemenda um prófstaði þurfa að berast með tölvupósti til fjarnam@fnv.is eigi síðar en 7. apríl. Nemendur geta nú líka séð próftöflu sína í Innu.
Lesa meira

Áfangakönnun meðal nemenda

Þessa vikuna stendur yfir áfangakönnun en áfangakönnunin eru hluti af sjálfsmati FNV. Áfangakannanir eru lagðar fyrir einu sinni á önn í Innu, bæði fyrir nemendur í dagskóla og fjarnámi, þar sem fyrir fram ákveðnir áfangar eru skoðaðir skv. sjálfsmatsáætlun. Að þessu sinni eru það raungreinar, stærðfræði og áfangar kenndir af nýjum kennurum sem eru skoðaðir sérstaklega. Áfangakönnunin er opin til kl. 16:10 á föstudaginn, 5. apríl. Fulltrúar úr sjálfsmatsteyminu líta í heimsóknir inn í kennslustundir þessa vikuna og kynna áfangakönnunina og er nemendum gefið tækifæri á því að svara könnunum.
Lesa meira

Íslandsmeistari iðnnema í málmsuðu

Jón Gylfi Jónsson lauk nýverið keppni í Íslandsmeistaramóti iðnnema. Hann er í námi við FNV í vélvirkjun og vélstjórn. Jón Gylfi er frá Bessastöðum í Sæmundarhlíð og gekk í Varmahlíðarskóla sem barn. Það lá beint við að fara í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, það var stutt að fara og skólafélagar og vinir fóru flestir þangað. Á Bessastöðum eru um 300 kindur og hefur Jón Gylfi verið virkur við að hjálpa til við sveitarstörfin t.d. rúningu og fleira. Í vélvirkjun og vélstjórn hefur hann lært að sjóða og smíða úr málmi, t.d. smíða hamar og verkfærakistu. Jón Gylfi klárar vélvirkjun núna í vor og ætlar að halda áfram í vélstjórn. Undanfarin tvö sumur hefur hann unnið á vélaverkstæði enda gott að samþætta nám og vinnu með þeim hætti. Eftir námið í vélstjórn hefur hann réttindi sem vélstjóri á minni báta en fjölbreyttir aðrir atvinnumöguleikar bíða að námi loknu. Á Íslandsmeistarameistaramóti iðnnema í byrjun mánaðarins vann Jón Gylfi málmsuðuna. Hann segir að það hafi verið skemmtileg reynsla. „Geir (Eyjólfsson) valdi keppendur fyrir hönd skólans og það var gaman að vera valin“. Jón Gylfi hafði þó reynslu af því að taka þátt í svona keppni en hann keppti líka fyrir tveimur árum. Mánuð fyrir keppni var gefið upp hvernig stykki ætti að smíða í keppninni og við tóku æfingar. Gripurinn var smíðaður nokkrum sinnum og þannig þjálfaðist ferlið og gallar voru lagaðir. Með smá keppnisskap og góðan undirbúning farteskinu var lagt af stað og það skilaði Jóni Gylfa 1. sæti. Hann er ánægður með skólann og kennsluna og segir félagslífið fínt og reynir að taka þátt í þeim viðburðum sem nemendafélagið býður uppá. Næsta haust stefnir hann á Bændaskólann á Hvanneyri en Jón Gylfi segir námið hér vélvirkjun og vélstjórn munir nýtast sér vel í framtíðinni bæði í námi og starfi.
Lesa meira

Drög að próftöflu vor 2019

Drög að próftöflu vormisseris eru komin hér. Athugasemdir þurfa að berast til Írisar áfangastjóra eigi síðar en 3. apríl.
Lesa meira

Val fyrir haustönn 2019 hefur verið framlengt til föstudagsins 29. mars.

Val fyrir haustönn 2019 hefur verið framlengt til klukkan 16:00 föstudaginn 29. mars.
Lesa meira

Kvikmyndabraut: Á tökustað

Nemendur á kvikmyndabraut voru í tökum á stuttmynd þegar fréttamaður leit til þeirra. Þennan daginn fóru fram tökur á stuttmyndinni Loforðið eftir Óla Austfjörð. Tökur fóru meðal annars fram á í heimahúsi starfsmanna FNV og kennarar fengu hlutverk í myndinni. Myndin er ein af fjórum stuttmyndun nemenda á öðru ári. Nemendur unnu handrit á haustönn en á vorönn eru tökur og klipping. Ein mynd er tekin fyrir í einu og sinna nemendur lykilhlutverkum hvert hjá öðru t.d. sem hljóðmenn eða leikarar. Stefnt er að því að valdar myndir verði sýndar á Sæluviku. Kvikmyndabrautin er 120 feiningar og lýkur með framhaldsskólaprófi á öðru hæfniþrepi. Nemendur hafa möguleika á að bæta við sig námi eftir eða samhliða brautinni og ljúka stúdentsprófi. Meginmarkmið kvikmyndabrautarinnar eru annars vegar að búa nemendur undir störf aðstoðarmanna í kvikmyndagerð og hins vegar að búa nemendur undir frekara nám í kvikmyndagerð og skyldum greinum. Á brautinni er lögð áhersla á fjölbreytni í kvikmyndagreinum s.s. kvikmyndarýni, handritsgerð, sviðshönnun og lýsingu, kvikmyndatöku,klippingu, hljóðvinnslu og hljóðsetningu. Einnig er lögð áhersla á samvinnu við atvinnulífið, einkum við starfandi framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð. Árni Gunnarsson er kennari í kvikmyndagerð. Hann rekur einnig kvikmyndafyrirtækið Skotta Film sem staðsett er á Sauðárkróki. Skotta hefur framleitt fjölda kvikmynda en einnig kynningarefni og auglýsingar fyrir einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki. Nemendur hafa fengið að taka þátt í verkefnum Skottu og öðlast með því dýrmæta reynslu. Kvikmyndabrautin er því dæmi um vel heppnað samstarf skóla og atvinnulífs. Fleiri kennarar en Árni hafa komið að kennslu á brautinni. Mylen Blanc aðstoðaði við kennslu í hljóðtækni og –vinnslu á vorönn. Mylen er hljóðmaður og kemur frá kvikmyndaskóla í Frakklandi. Hún hefur áður aðstoðað við kennslu á brautinni. Árni Gunnarsson lærði kvikmyndagerð í Danmörku og hefur áralanga reynslu af kvikmyndagerð, en Skotta kvikmynafjelag var stofnað árið 2004. Árni hefur gert yfir 30 heimildarmyndir og þætti fyrir sjónvarp, bæði hér heima og erlendis. Hann lauk nýverið B.A. prófi í sagnfræði. Í framtíðinni hefur hann áhuga á að vinna sagnfræðileg verkefni á sviði kvikmyndagerðar. Áhugamál Árna eru margvísleg svo sem útivist og tónlist. Hann samdi rokksöngleik sem sýndur var í reiðhöllinni og á menningarnótt árið 2005. Nú er von á fleiri lögum frá Árna, en þessa dagana vinnur hann að útgáfu kántrýrokks þar sem hann semur bæði lög og texta.
Lesa meira

„Það er skemmtilegt að vinna með höndunum og sjá hvað maður getur smíðað“.

Jón Arnar Pétursson nemandi í húsasmíði við FNV stóð sig vel í Íslandsmóti iðnnema á dögunum. Hann keppti fyrir hönd skólans í húsasmíði og stóð sig með prýði og landaði 3. sæti. Við ákváðum að forvitnast örlitið um húsasmíðanemann. Jón Arnar er frá Sauðárkrók og því lá beinast við að fara í FNV. Hann byrjaði að vinna við smíðar hjá frænda sínum árið 2014 og það vakti áhuga hans á húsasmíðanáminu. „Námið hefur staðist væntingar og kennarar eru mjög góðir og hjálpa manni í gegnum þetta“ segir Jón Arnar.
Lesa meira

Tímastjórnun

Alla mánudaga kl. 11:20 - 13:10 í stofu 204 býðst nemendum að fá aðstoð við að skipuleggja tíma sinn og ná sem mestum árangri.
Lesa meira