Vorpróf

Próf hefjast 6. maí. Almennar prófreglur 1.Nemendur skulu mæta tímanlega til prófs. Á göngum Bóknámshúss er tilkynnt á töflum hvar próf fara fram. 2.Próftími er 90 mínútur. 3.Nemendur mega ekki yfirgefa prófstofu fyrr en 45 mínútur eru liðnar af próftímanum. 4.Geti nemandi ekki mætt til prófs vegna veikinda, skal hann tilkynna það áður en próf hefst og skila læknisvottorði eins fljótt og mögulegt er. 5.Nemendum er óheimilt að hafa töskur með sér í próf, sama gildir um síma, lófatölvur og önnur slík tæki, líka þó slökkt sé á þeim. Yfirsetumenn munu skoða í pennaveski og fletta leyfilegum hjálpargögnum. 6. Verði nemandi uppvís að því að hafa rangt við í prófi eða verkefni sem gildir til lokaeinkunnar, varðar það ógildingu prófs eða verkefnis.
Lesa meira

Val fyrir haustönn

Dagana 18. - 25. mars fer fram val fyrir haustönn 2019. Leiðbeiningar um val eru í handbók Innu. Deildarstjórar veita ráðgjöf vegna vals kl. 11:20 miðvikudaginn 20. mars 1. Veljið áfanga úr listanum með því að smella á hann. 2. Veljið hvort áfanginn er Aðalval eða Varaval með því að draga hann til. 3. Til að eyða áfanga skal smella á x. 4. Til að fá nánari upplýsingar er farið með músarbendilinn yfir áfangann. 5. Smellið á Vista val þegar búið er að velja alla áfangana. 6. Ath. að fjöldi áfanga í varavali á að vera minnst 1 og mest 3.
Lesa meira

Opnir dagar

Opnir dagar verða 13. - 15. mars. Á opnum dögum er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur er dagskráin er í höndum nemendafélagsins. Opnum dögum lýkur með árshátíð NFNV föstudaginn 15. mars.
Lesa meira

Námsmatsdagar

Námsmatsdagar eru 7. og 8. mars. Ekki er kennt þessa daga.
Lesa meira

Miðannarmat

Nemendur fá miðannarmat 27. febrúar samkvæmt skóladagatali. Miðannarmat er byggt á verkefnum og prófum sem nemendur hafa klárað fyrir matið. Einkunnir eru á bilinu 0 - 10.
Lesa meira

Innritun í fjarnám lýkur

Innritun í fjarnám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fyrir vorönn 2019 er hafin og lýkur henni 7. janúar.
Lesa meira

Prófsýning

Prófsýning verður fimmtudaginn 20. desember kl. 9 - 10.
Lesa meira

Próf

Próf hefjast fimmtudaginn 6. des. Próftaflan er á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2019

Innritun í dagskóla fyrir vorönn stendur yfir á menntagatt.is
Lesa meira

Sérþarfir í lokaprófum

Nú er komið að skráningu fyrir sérúrræði í prófunum í desember. Þeir nemendur sem eiga rétt á sérþörfum í prófum, s.s. lengri próftíma, lituð prófblöð, próf lesin upp o.s.frv. eru beðnir um að ganga frá skráningu hjá námsráðgjafa fyrir þriðjudaginn 20. nóvember.
Lesa meira