Mynd af skólasvæðinu
Mynd af skólasvæðinu

Stjórnendur FNV hafa lagt fram eftirfarandi áætlun um annarlok á vorönn.

  1. Fjarkennsla í gegnum Teams í bóklegum áföngum heldur áfram með óbreyttu sniði. Engar hindranir eru í vegi fyrir námslokum nemenda í þessum áföngum.
  2. Heimavist verður áfram lokuð.  Íbúar heimavistar fá senda áætlun um losun herbergja á heimavist í samráði við heimavistarstjóra.  Losun herbergja þarf að vera lokið fyrir 18. maí.
  3. Nemendur í bóknámsáföngum fylgja breyttri námsáætlun viðkomandi áfanga. Öllum verkefnaskilum skal lokið fyrir 13. maí.
  4. Nemendur i verknámsáföngum fá sendar upplýsingar um fyrirkomulag námsmats eftir páskaleyfi. Unnið er að fyrirkomulagi námsloka í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið.
  5. Próftafla verður ekki birt, en kennarar í einstökum áföngum senda upplýsingar um fyrirkomulag námsmats. Búast má við að í þeim áföngum sem byggja á lokaprófi í maí muni kennarar ýmist bæta við verkefnum í stað prófs eða vera með blöndu af rafrænu prófi og verkefnum.
  6. Fjarnámsnemendur sem áttu að fara í lokapróf í maí munu einnig fá sendar upplýsingar um fyrirkomulag námsmats. Búast má við að í þeim áföngum sem byggja á lokaprófi í maí muni kennarar ýmist bæta við verkefnum í stað prófs eða vera með blöndu af rafrænu prófi og verkefnum.
  7. Brautskráningarnemar munu fá prófskírteini send með pósti í síðustu viku maí, en óvíst er hvernig brautskráningu verður háttað en það ræðst m.a. af því hvenær samkomubanni verður aflétt.