Mynd frá Pong vinnustofunni
Mynd frá Pong vinnustofunni

Á opnum dögum var vinnustofa þar sem þátttakendur forrituðu tölvuleikinn Pong. Vinnustofan var hluti af Erasmus+ verkefninu "Girls and boys programming in Europe" sem skólinn tekur þátt í með skólum frá Tékklandi, Spáni, Ítalíu og Portúgal. Leiðbeinendi var Júlíus og honum til aðstoðar var Grétar.

Haustið 2019 fóru Grétar og Sunna ásamt fjórum nemendum til Tékklands á vegum Erasmus+ verkefnisins. Ein vinnustofan þar sem vakti mikla lukku var einmitt að forrita Pong í javascript og því fannst okkur upplagt að bjóða upp á þessa vinnustofu á opnu dögunum og fá Júlíus, sem var einn af nemendunm sem fóru til Tékklands til að sjá um hana.

Skemmst er frá því að segja að vinnustofan heppnaðist vel þó við hefðum gjarnan viljað fá fleiri þátttakendur.