Nemendur kynntu lokaverkefni í íslensku

Nemendur og kennari í ÍSLE3BS05
Nemendur og kennari í ÍSLE3BS05

Mánudaginn 11. desember kynntu nemendur í lokaáfanga stúdentsprófs í íslensku, ÍSLE3BS05, lokaverkefni sitt í áfanganum.

Verkefnið er um Bubba Morthens og sem hluti af verkefninu fóru nemendur ásamt kennara áfangans, Þorgerði Ásdísi Jóhannsdóttur, á sýninguna 9 líf.

Á kynningunni voru nemendur með söngatriði, upplestur og fleira sem gerður var góður rómur að.