Persónuleika- og félagssálfræði og umhverfisstjórnun í vali fyrir haustið 2022.

Auglýsing fyrir valáfanga
Auglýsing fyrir valáfanga

Meðal valáfanga í boði á haustönn 2022 eru:

SÁLF3PF05 Persónuleika- og félagssálfræði

  • Hvernig tengjast kanínur í Himalaya fjöllum greind okkar?
  • Stendur fólk í alvöru bara hjá og hringir ekki á lögguna þegar ung kona er myrt úti á götu?
  • Er það satt að við séum öll haldin fordómum gagnvart þeim sem eru öðruvísi en við sjálf?

Svörin við þessu og svo mörgu öðru færðu í Persónuleika- og félagssálfræði (SÁLF3PF05) sem í boði er á næstu haustönn. Í áfanganum er sjónum beint að einstaklingsmun og félagsverunni manninum. Við veltum fyrir okkur greind og greindarmælingum, persónuleikanum og persónuleikaprófum, félagslegri hegðun okkar og hvaða áhrif það hefur á okkur að vita af öðru fólki nálægt okkur.

Áfanginn er á þriðja þrepi og því æskilegt að nemandi hafi tekið sálfræði á 2. þrepi sem undanfara. Áfanginn er símatsáfangi og án lokaprófs í staðnámi.

UMHV1GF03 Umhverfisstjórnun, grænfánaverkefni

Í áfanganum kynnast nemendur verkferlum umhverfisstjórnunar og læra að nýta sér þætti umhverfisstjórnunarkerfis sem verkefnið Skólar á grænni grein byggir á. Nemendur ganga þannig í gegnum sjö skref umhverfisstjórnunar, sem er alþjóðlega viðurkennd aðferð og notuð um allan heim. Þau eru eftirfarandi:

  1. að stofna umhverfisnefnd
  2. að meta stöðu umhverfismála
  3. að útbúa aðgerðaráætlun í umhverfismálum
  4. að sinna eftirliti og endurmati
  5. að búa til námsefni og tengja við aðalnámskrá
  6. að upplýsa og fá aðra með
  7. að semja umhverfissáttmála og umhverfisstefnu

Nemendur velja sér jafnframt þema til að vinna með af þeim þemum sem í boði eru innan verkefnisins.

Einnig eru í boði FABL1FA02 Fablab grunnur og FABL2SK01 Þrívíddarhönnun.

Nemendur geta valið áfanga af öðrum brautum til að setja í frjálst val.

Val í dagskóla og helgarnámi fyrir haustönn 2022 fer fram dagana 23. febrúar til 2. mars í INNU.