Valáfangar: útivist, spinning og styrkur og þol

Útivistarhópur í rafting
Útivistarhópur í rafting

Boðið er upp á valáfanga í útivist, spinning og styrk og þoli á vorönn 2024

Útivist - ÍÞRÓÚH01

Í þessum áfanga verður aðaláherslan lögð á fjölbreytta útivist með tengingu við okkar nærumhverfi, s.s. gönguferðir og skíðasvæðið í Tindastóli. Farið verður í styttri og lengri ferðir. Lengsta ferðin verður væntanlega Akureyrarferð þar sem við munum kynnast hinum ýmsu vetraríþróttum sem í boði eru.

Tímasetning: Áfanginn er fyrir utan hefðbundna stundaskrá

Áfanganum fylgir kostnaður

Kennari: Anna Hlín

Spinning - ÍÞRÓ1SP01

Spinning er byggt upp á skorpuþjálfun/HIIT sem er frábær leið til þess að byggja upp aukið þol á skömmum tíma. Ef þú vilt komast í stuð með dúndrandi góðri tónlist þá er spinning fyrir þig.

Tímasetning: Mánudagar kl. 11:20

Kennari: Anna Hlín

Styrkur og þol - ÍÞRÓ1ÞR03

Áfangalýsing:  Í þessum áfanga er megináherslan á að nemendur fræðist og geti tileinkað sér almenna líkams- og heilsurækt. Þekki mikilvægi hreyfingar fyrir líkama og sál þ.e hvað gerist líffræðilega þegar þeir hreyfa sig. Þekki hvernig eigi að umgangast líkamsræktarsal og hvernig hægt sé að ná árangri í líkamsrækt. Farið verður yfir líkamsbeytingu og grunnatriði hollra lífsvenja.

Tímasetning: Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 09:45

Kennari: Anna Hlín

Skráning og nánari upplýsingar hjá íþróttakennurum (Anna Hlín, Ingvar) eða á skrifstofu skólans.