Dagana 26.-27. september verður fyrsta varðan af þremur á haustönn 2023 haldin Tilgangur varðanna er að upplýsa nemendur og gefa þeim endurgjöf á stöðu þeirra í einstökum námsáföngum. Þetta á eingöngu við um dagskólanema, en hvorki fjarnema né helgarnema að þessu sinni.

Fyrirkomulag fyrstu vörðunnar verður á þann veg að nemendur, sem ekki hafa lokið öllum verkefnum, verða boðaðir á fund kennara skv. nánari ákvörðun hans. Áður hafa nemendur fengið upplýsingar um stöðu sína í INNU þar sem þeir fá skriflega umsögn ásamt einkunn í formi bókstafa sem er einn af eftirfarandi:

G: Gott.
Nemanda gengur vel og er að standast kröfur áfangans.
T: Tækifæri.
Sæmileg staða en nemandi verður að halda sig vel við efnið til að standast kröfur áfanga.
Ó: Óviðunandi.
Staða nemanda er ekki nægilega góð og hann þarf að taka sig verulega á.

Nemendur sem fá Ó eru kallaðir á fund kennara annan hvorn daginn. Aðrir nemendur geta einnig vænst þess að verða boðaðir í viðtal en það er í höndum einstakra kennara að ákveða það.

Hefðbundin kennsla skv. stundaskrá fellur niður þessa daga.

Nemandi sem fær Ó í þremur eða fleiri áföngum er kallaður í viðtal til stoðteymis, þ.e. námsráðgjafa, félagsráðgjafa eða aðstoðarkennara að vörðu lokinni.