Valáfangar: þreksport, spinning, jóga, útivist

Boðið er upp á valáfanga í þreksport, spinning, jóga og útivist á haustönn 2023

Þreksport - ÍÞRÓ1ÞR03

Mánudaga og fimmtudaga kl. 13:10

  • Skemmtilegir og fjölbreyttir tímar
  • Stöðvar, styrkur, þol, liðleiki
  • Kennsla á tæki og rétt lyftitækni
  • Hver og einn fær aðstoð til að búa til sitt persónulega prógram með þeim markmiðum sem nemandinn setur sér
  • Kennari: Anna Hlín

Skráning á skrifstofu skólans
Nánari upplýsingar hjá íþróttakennurum

Spinning

Fimmtudagar kl. 14:45

  • Hvað er skemmtilegra en að hjóla og svitna og hlusta á góða tónlist?
  • Komdu í spinning
  • Kennari: Anna Hlín

Skráning á skrifstofu skólans
Nánari upplýsingar hjá íþróttakennurum

Jóga - JÓGA1HR01

Mánudaga kl. 16:20

Nemendur kynnast jógaiðkun, öðlast styrk, liðleika og betri tengingu við eigin líkama og huga. Einnig læra nemendur að nýta sér jóga, hugleiðslu og núvitund til að takast á við verkefni daglegs lífs.

Gerðar eru aðgengilegar og markvissar æfingar sem henta öllum og lögð áhersla á góða slökun, meðvitaða öndun, hugleiðslur og sjálfsheilun.

Kennari: Guðbjörg Bjarnadóttir
Skráning á skrifstofu skólans

Útivist - ÍÞRÓ1ÚH01

Áfangi er kenndur utan stundatöflu

  • Förum í stuttar ferðir innan Skagafjarðar
  • Göngur, sund, rafting og fleira
  • Skemmtilegur áfangi í skemmtilegum félagsskap
  • Kennari: Anna Hlín

Skráning á skrifstofu skólans
Nánari upplýsingar hjá íþróttakennurum