Auglýsing fyrir valáfanga
Auglýsing fyrir valáfanga

Meðal valáfanga í boði á vorönn 2024 eru:

ENSK3DY05 Enska, yndislestur

Nemendi les 5 skáldsögur og/eða bækur sem valdar eru í samráði við kennara. Námsmatið verður munnleg skil eftir lestur hverrar bókar.

FABL2FA02 Fablab grunnur

FabLab auglýsing

Fatalímmiðar

Farið yfir ferlið frá hugmynd í framkvæmd, bæði handteiknaðar myndir og tölvuteiknaðar. Lögð áhersla á marglitaðar myndir, stuðst við teikniforritið Inkscape.

Laser

Farið yfir möguleika þess að nota laser fyrir ýmis konar efni s.s. timbur, leður, gler og pappír, stuðst við teikniforritið Inkscape.

CNC Timburfræsari

Farið yfir möguleika þess að nota tölvustýrðan fræsara til vinnslu fyrir t.d. timbur. Gefur yfirsýn yfir hvað þarf til framkvæmdar og hvernig búnaðurinn virkar.

3D og konfektmolar

Farið yfir hvernig við getum nýtt okkur 3D skanna og vaccum vél, stuðst verður við teikniforritið Inkscape. Munum læra að gera mót fyrir m.a. konfektmola eða sápu.

Textíll

Markmið námsins er að læra hvernig hægt er að endurhanna fatnað og annan textíl í nýtt notagildi og auka þannig verðmæti þeirra og koma í veg fyrir sóun.

SÁLF3VH05 Við og hinir

Við og hinir

Í félagssálfræðiáfanganum Við og hinir ætlum við að fræðast aðeins betur um hópveruna manninn. Við ætlum að velta fyrir okkur brennandi spurningum á borð við:

  • Af hverju sækjumst við eftir að tilheyra hóp?
  • Býr heilinn í alvöru ósjálfrátt til staðalímyndir?
  • Lærum við fordóma eða eru þeir kannski meðfæddir?
  • Getum við lifað í fordómalausu samfélagi?

Þetta og svo margt margt fleira ætlar Guðbjörg að fræða ykkur um næsta vor í Við og hinir.

Áfanginn er valáfangi á þriðja þrepi og eina skilyrðið fyrir þátttöku er að hafa lokið FÉLV2IF05 (Inngang að félagsvísindum).

Ekki láta þetta tækifæri framhjá ykkur fara, komið í stuðið!

SPÆN2DD05 Spænska 4

Nemendur eru þjálfaðir í hlustun, lestri, tali og ritun. Áhersla er lögð á notkun tungumálsins, bæði munnlega og skriflega, í raunaðstæðum sem mætir hæfniviðmiðum þrepsins. Unnið er með efni af ýmsu tagi og á mismunandi þyngdarstigi, s.s. texta og hlustunar- og myndefni. Ýmis þemaverkefni eru unnin út frá raunefni sem tengjast listum, sögu, menningu og þjóðfélagi samtímans á viðkomandi málsvæðum.

Nemendur geta valið áfanga af öðrum brautum til að setja í frjálst val.

Val í dagskóla og helgarnámi fyrir vorönn 2024 fer fram dagana 11. til 18. október í INNU.

Leiðbeiningar fyrir val eru á www.fnv.is/is/namid/itarefni/leidbeiningar-fyrir-val