Dagana 5.– 6. febrúar verður fyrsta varða vorannar. Gera má ráð fyrir að kennarar boði ykkur í viðtal annan hvorn daginn.

Þið munuð fá vörðueinkunn í einstökum áföngum. Einkunnirnar sem um ræðir eru eftirtaldar auk stuttra umsagna:

  • G = Gott
  • T = Tækifæri til umbóta
  • Ó = Ófullnægjandi
  • X = Ekki eru forsendur fyrir mati

Það skal tekið fram að vörðueinkunnir hafa ekki áhrif á lokaeinkunn. Tilgangurinn er fyrst og fremst að gefa ykkur hugmynd um stöðu ykkar á þessum tímapunkti og hvetja ykkur til dáða í náminu.

Þið eruð beðin um að fylgjast vel með skilaboðum einstakra kennara um boð í viðtöl og/eða verkefnaskil en misjafnt er eftir kennurum hverja þeir óska eftir að fá í viðtal og hvernig verkefnaskilum er háttað. Þeir nemendur sem ekki hafa verið boðaðir í viðtal, en óska eftir því, eru beðnir um að senda skilaboð til viðkomandi kennara þess efnis.

Vinsamlegast athugið að hefðbundin kennsla fellur niður þessa daga.