KVMG2KL05 - Klipping og frágangur stuttmyndar

klipping og frágangur stuttmyndar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: KVMG1HA05
Í áfanganum vinna nemendur í sérhæfðu klippiforriti með stafrænt kvikmyndaefni, sem áður hefur verið tekið upp eftir handriti og tökuáætlun. Hið stafræna kvikmyndaefni er grófflokkað áður en það er fært inní klippiforrit, þar sem því er raðað upp og það merkt. Annar áfangi námsins er grófklipping í samræmi við handrit. Þriðji áfangi náms er þétting klipps, þar sem stuttmynd er komið í endanlega lengd. Fjórði og síðasti áfangi er lokafrágangur myndar og hljóðs. Í áfanganum kynnast nemendur virkni og getu sérhæfðra klippi- og hljóðvinnsluforrita. Ásamt stuttmyndinni skila nemendur styttri verkefnum í áfanganum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • meginatriðum við klippingu kvikmyndar með hliðsjón af handriti myndarinnar
  • helstu hlutum klippiforrits og hlutverki hvers og eins hluta við klippivinnuna
  • helstu hugtökum og orðaforða sem notuð eru við vinnu í sérhæfðu klippiforriti
  • helstu virkni og getu sérhæfðra klippiforrita sem notuð eru í kvikmyndaiðnaði (t.d. final cut pro og avid symphony)
  • helstu reglum um sjónrænt innbyrðis samræmi milli kvikmyndaskota sem klippt eru saman
  • litaleiðréttingu, hljóðsetningu og grafískri vinnslu í sérhæfðu klippiforriti

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • raða stafrænu kvikmyndaefni upp og velja þær senur sem nota skal áður en efnið er fært inní klippiforrit
  • raða og merkja kvikmyndaefni í sérhæfðu klippiforriti með hliðsjón af handriti
  • nýta þekkingu á sjónrænu samræmi kvikmyndaskota til að raða þeim á faglegan hátt á eina heilsteypta klippilínu
  • skilja og nota virkni sérhæfðra klippiforrita til að klippa saman ólík kvikmyndaskot og láta þau mynda eina sjónræna heild
  • fullvinna metnaðarfull verkefni (stuttmynd, heimildarmynd) í sérhæfðu klippiforriti fyrir kvikmyndaiðnað

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna skapandi og blæbrigðarík kvikmyndaverkefni í sérhæfðu klippiforriti
  • klippa styttri kvikmyndaverkefni (frétt/fréttaskýringu) og stuttmynd með hliðsjón af handriti og koma til skila á myndrænt form þeirri sýn er handritshöfundur, leikstjóri og kvikmyndatökumaður hafa byggt upp með kvikmyndatöku fyrir klippingu
  • nýta leikni og þekkingu á klippingu í sérhæfðu klippiforrit til að aðstoða við klippingu á kvikmynd
  • nýta leikni og þekkingu á klippingu í sérhæfðu klippiforrit til að aðstoða við hljóðsetningu kvikmyndar
  • vinna grunnatriði í litaleiðréttingu, hljóðsetningu og grafík í sérhæfðu klippiforriti
Nánari upplýsingar á námskrá.is