Húsasmiðabraut (240 fein.)

Þetta er brautarlýsing nýrrar húsasmiðabrautar, brautarlýsing úr eldri námskrá er hér.

Atvinnuheitið húsasmiður er lögverndað starfsheiti og húsasmíði er löggild iðngrein. Nám á húsasmiðabraut er 240 eininga iðnnám sem lýkur með burtfararprófi á 3. þrepi. Námið undirbýr nemendur undir starf húsasmiða. Í starfi þeirra felst meðal annars að byggja hús og húshluta, sinna viðhaldi bygginga, velja vinnuaðferðir, efni og verkfæri og fara eftir kröfum um öryggismál. Í starfi sínu sýna þeir sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og eru meðvitaðir um vandað handverk. Að fengnu prófskírteini sem vottar útskrift af viðkomandi námsbraut og vottorði um að starfsþjálfun sé lokið getur nemandi sótt um að taka sveinspróf sem leiðir til útgáfu sveinsbréfs.

Forkröfur

Nemandi sem innritast á húsasmiðabraut þarf að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um innritun og inntökuskilyrði í skólanámskrá.

Skipulag

Nám í húsasmíði er bæði bóklegt og verklegt og skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar í vinnustaðanám og starfsþjálfun út í atvinnulífinu. Lögð er áhersla á byggingar- og mannvirkjagreinar og grunn í almennum bóklegum greinum Nemendur geta einnig stefnt að stúdentsprófi samhliða námi.

Námsmat

Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti og er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar greinar. Í upphafi annar skal nemanda kynnt námsáætlun, námsmarkmið og tilhögun námsmats í hverjum áfanga.

Reglur um námsframvindu

Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki 33-34 framhaldsskólaeiningum á önn. Lokavitnisburður skal vera í heilum tölum á bilinu 1-10 og lágmarkseinkunn til að standast áfanga er 5. Nánari reglur um námsframvindu, frávik frá henni og skólasókn má finna í skólanámskrá.

Hæfniviðmið

  • meta þörf fyrir jarðvegsvinnu og þjöppun undir hús og mannvirki og annast uppslátt steypumóta.
  • lesa bygginganefndar-, burðarvirkja- og deiliteikningar af einstökum húshlutum og frágangi einstakra húshluta og verkþátta.
  • færa út mælipunkta, staðsetja hús, afsetja hæðir, teikna upp deililausnir og frágang s.s. á gluggum, hurðum og þökum – fríhendis og með teikniforritum og nota helstu mælitæki.
  • setja upp útveggjagrindur og ganga frá klæðningum, smíða þök og sjá um frágang þeirra og smíða og setja upp vinnupalla. Hann getur einnig sett upp létta innveggi, gólf- , loftagrindur og klæðningar og smíðað og sett upp húseiningar.
  • einangra og ganga frá rakavarnarlagi, þekkja grundvallarlögmál og fara eftir reglum um hljóðvist, eldvarnir, varmaeinangrun og raka- og vindvarnir mannvirkja.
  • smíða og annast ísetningu glugga, úti- og innihurða og glers. Hann getur einnig sett upp innréttingar og stiga, spónlagt, undirunnið og yfirborðsmeðhöndlað tréverk.
  • meta þörf og annast viðhald og endurnýjun húsa og húshluta, meta afleiðingar raka, myglu og helstu tegunda fúa. Hann þekkir einnig og fer eftir lögum og reglum um verndun og friðun húsa og þekkir gamlar byggingarhefðir og handverk.
  • velja aðferðir, verkferla, verkfæri og efni sem hentar hverju sinni.
  • fara eftir lögum og reglum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og fylgja öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir vinnustaði.
  • fylgja vistvænum viðmiðum við efnisval og framkvæmdir og reglum um meðferð og notkun hættulegra efna.
  • vera meðvitaður um faglega og siðferðilega ábyrgð og leggja mat á eigin vinnu. Hann þekkir gæðakröfur og gæðakerfi og er fær um að leiðbeina öðrum, s.s. iðnnemum og neytendum um fagleg verkefni.
  • lýsa ábyrgðarsviði iðnmeistara og hlutverki þeirra. Hann þekkir ferli frá tilboðsgerð til afhendingar. Hann hefur innsýn í rekstur og skipulag fyrirtækja, uppbyggingu gæðahandbókar og þekkir mismunandi launakerfi.
  • nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit, tjá sig með málsniði við hæfi í ræðu og riti og miðla upplýsingum.
  • bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra, vera virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðissamfélagi, virða mannréttindi og manngildi og jafnrétti í samskiptum
  • vera meðvitaður um margvíslegar auðlindir náttúrunnar og taka afstöðu til skynsamlegrar nýtingar þeirra og skilja hvernig vistkerfi jarðar setur ýmsar takmarkanir.
Skipting á annir í dagskóla
Skipting sérgreina á annir í helgarnámi
Rafræn ferilbók - skráning

Kjarni

Bóklegur kjarni: 27 einingar
NámsgreinSkammstöfun 1. þrep2. þrep3. þrep
Danska DANS 2LS05 0 5 0
Enska ENSK 2OT05 0 5 0
Íslenska ÍSLE 2MB05 0 5 0
Íþróttir ÍÞRÓ 1NA01 1NB01 1NC01 1ND01 1NE01 1NF01 6 0 0
Skyndihjálp SKYN 2SE01 0 1 0
Stærðfræði STÆR 2AF05 0 5 0
Einingafjöldi 27 6 21 0
Húsasmíði 213 einingar
Námsgrein  1. þrep2. þrep3. þrep
Áætlanir og gæðastjórnun ÁÆST 3SA05(FB) 0 0 5
Byggingatækni BYGG 2ST05(FB) 0 5 0
Efnisfræði EFRÆ 1EF05 5 0 0
Framkvæmdir og vinnuvernd FRVV 1FB05 5 0 0
Gluggar og útihurðir GLÚT 2HH08(FB) 0 8 0
Grunnteikning GRTE 1FF05 1FÚ05 10 0 0
Húsasmíði HÚSA 3HU09(FB) 3ÞÚ09(FB) 0 0 18
Húsaviðgerðir og breytingar HÚSV 3HU05(FB) 0 0 5
Inniklæðningar INNK 2HH05(FB) 0 5 0
Innréttingar INRE 2HH08(FB) 0 8 0
Lokaverkefni LOKA 3HU08(FB) 0 0 8
Starfsþjálfun STAÞ 3HU30(FB) 0 0 30
Teikning TEIK 2HH05(FB) 2HS05(FB) 3HU05(FB) 0 10 5
Trésmíði TRÉS 1HV08(FB) 1VÁ05 1VT08 21 0 0
Tréstigar TRST 3HH05(FB) 0 0 5
Vinnustaðanám VINS 2VA30(FB) 2HS30(BB) 0 60 0
Einingafjöldi 213 41 96 76

Nánari upplýsingar á namskra.is