Stefna Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er að bjóða nemendum og starfsfólki upp á þátttöku í fjölþjóðlegu samstarfi og verkefnum. Skólinn vill að nemendur hans og starfsfólk hafi tækifæri til að kynna sér menningu og tungumál annarra þjóða. Skólinn fékk aðild að Erasmus+ árið 2021 og er hún gild til 2027 (KA120-VET-000082771).
Flest verkefni sem skólinn vinnur að eru á vegum Nordplus og Erasums+, þær stofnanir eru tengdar Norðurlandaráði og Evrópusambandinu en skólanum standa til boða styrkir og námskeið tengd þeim. Þessir styrkir geta verið veittir á einstaklingsgrundvelli en algengara er að hópur nemenda og kennara taki þátt í verkefnum.
Umsókn um að taka þátt í verkefni
Fram að þessu hefur aðeins einn nemandi farið á okkar vegum í starfsnám og viljum við endilega að þeir verði fleiri. Erasmus+ veitir nemendum í starfsmenntaskólum og nemum á samningi möguleika á að fara í náms-og þjálfunarferðir eða starfsnám hjá fyrirtækjum, skólum og stofnunum í Evrópu í 2 vikur til 12 mánuði. Þá er námið/þjálfunin hluti af námi viðkomandi nemanda og skal metið sem slíkt að dvöl lokinni. FNV hefur sótt um styrk til þess að senda út nemendur á hverju ári og vonandi eru fleiri sem vilja nýta sér það.
Umsókn um námsdvöl
Kennarar hafa fengið styrki til að sækja námskeið, ráðstefnur og starfsþjálfun af ýmsu tagi. Þessar ferðir afla starfsfólki alþjóðlegrar starfsreynslu sem er hluti af faglegri starfsþróun þess og fellur að stefnu skólans um alþjóðlegt samstarf.
Umsókn kennara
Alþjóðafulltrúi skólans er Eva Jóhanna Óskarsdóttir og veitir hún upplýsingar um verkefni og styrki auk aðstoðar í umsóknarferli. (eva@fnv.is)
Verkefni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 2024-2025
International ICT Competitions 4 for Increasing the Quality of Secondary Education Program: Erasmus+ (KA210-VET-07464005).
Framhald á samstarfi við skóla frá Póllandi, Tékklandi og Spáni. Samkeppni þar sem við skoðum tækninýjungar í tengslum við skólastarf.
INCLUSION: human rights and chance for all: Erasmus+ (KA220-VET-536EE158).
Framhald á löngu samstarfi við skóla frá Þýskalandi, Noregi, Tékklandi, Belgíu og Ungverjalandi. Í þessu verkefni er unnið að því að finna upp eða betrumbæta hjálpartæki til að bæta lífsgæði fólks með hreyfihamlanir og þannig auka þátttöku þeirra í samfélaginu.
Empowering Students through Peer Tutoring and Teacher Mentoring: Nordplus junior.
Verkefni í samstarfi við skóla í Noregi, Eistlandi og Finnlandi. Verkefni um seiglu og samhjálp, nemendur og kennarar vinna saman að því að finna verkfæri til að takast á við nútíma samfélag.
Nám og þjálfun starfsfólks og nemanda: Erasmus+ (KA121-VET-000126552)
Er í gildi til 2025.
Lokin verkefni