Erlent samstarf

Stefna Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er að bjóða nemendum og starfsfólki upp á þátttöku í fjölþjóðlegu samstarfi og verkefnum. Skólinn vill að nemendur hans og starfsfólk hafi tækifæri til að kynna sér menningu og tungumál annarra þjóða. Flest verkefni sem skólinn vinnur að eru á vegum Nordplus og Erasums+, þær stofnanir eru tengdar Norðurlandaráði og Evrópusambandinu en skólanum standa til boða styrkir og námskeið tengd þeim. Þessir styrkir geta verið veittir á einstaklingsgrundvelli en algengara er að hópur nemenda og kennara taki þátt í verkefnum.

Umsókn um  að taka þátt í verkefni

Stefnt er að því að senda nemendur í starfsnám. Erasmus+ veitir nemendum í starfsmenntaskólum og nemum á samningi möguleika á að fara í náms-og þjálfunarferðir eða starfsnám hjá fyrirtækjum, skólum og stofnunum í Evrópu í 2 vikur til 12 mánuði. Þá er námið/þjálfunin hluti af námi viðkomandi nemanda og skal metið sem slíkt að dvöl lokinni. FNV hefur fengið styrk fyrir árið 2021-2022 til að senda út 4 nemendur.

Umsókn um námsdvöl

Kennarar hafa fengið styrki til að sækja námskeið, ráðstefnur og starfsþjálfun af ýmsu tagi. Þessar ferðir afla starfsfólki alþjóðlegrar starfsreynslu sem er hluti af faglegri starfsþróun þess og fellur að stefnu skólans um alþjóðlegt samstarf.

Umsókn kennara

Alþjóðafulltrúi skólans er Eva Jóhanna Óskarsdóttir og veitir hún upplýsingar um verkefni og styrki auk aðstoðar í umsóknarferli. (eva@fnv.is)

Verkefni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 2021-2022

International ICT Competitions III for Increasing the Quality of Secondary Education Program: Erasmus+ (KA210-VET-48BA6BFA).

Nemendaverkefni þar sem áhersla er á tæknihlið náms, unnið rafrænt að gerð efnis til að auka gæði náms.

Accredited projects for mobility of learners and staff in adult education (KA121-VET-09140B87).

Nemendaskipti, speglun starfsfólks og námskeið.

Lokin verkefni

Improving Digital Competencies and coputational thinking of SEN students in VET, Nordplus Junior 2019-2022

Markmið verkefnisins að nemendur kynnist nýrri tækni í skólastarfi og ekki síður að efla félagsfærni þeirra með því að vinna saman.

SEN students travelling and managing in digitalized world, Nordplus Junior 2020-2021

Markmið verkefnisins er að bæta stafræna hæfni og tölvulæsi nemenda með sérþarfir.

Girls and boys programming for Europe, ERASMUS+ 2019-2022

Verkefnið snýst um forritun, með áherslu á að auka áhuga stúlkna á forritun. Heimasíða þess er http://girlsboysprogramming.eu/ og bækling með öllu kennsluefni sem búið var til í verkefninu má sjá á https://www.fnv.is/static/files/erlentsamstarf/gbpe/gbpe-brochure-english-czech-portuguese-icelandic-spanish-italian.pdf

Using ICT's to preserve European crafts, ERASMUS+ 2019-2022

Verkefnið gengur út á að vekja athygli nemenda á handverki og hvernig hægt er að geyma upplýsingar um handverk á stafrænum miðlum. Heimasíða verkefnisins: http://eucrafts.eu/.

Networkline Europe 4.0 - Everyone Everywhere At Anytime, ERASMUS+ 2019-2022

Verkefnið snýst um að hanna framleiðslulínu þar sem farið er með þá hugsun að viðskiptavinur geti pantað sérhæfða þjónustu og hún fari i gegnum framleiðsluferlið líkt og um fjöldaframleiðslu sé um að ræða.

Preventing Radicalism among European Pals, ERASMUS+ 2019-2020

Markmið verkefnisins: að vinna gegn róttækni meðal Evrópuþjóða. Samstarfsþjóðir: Danmörk, Slóvakía og Finnland. Heimasíða verkefnisins: http://project-prep.eu/